Leita í fréttum mbl.is

Það sló grafarþögn á viðstadda og þeir voru lémagna í uppgjöf sinni

kol34_1234388.jpgAldregi hefði mér getað dottið í hug að hámenningarlegir drengir og ein stúlka með þeim, sem háðu bæðnastund í Klaustrinu við Alþingishúsið væru eins herfilega innréttuð og raun ber vitni. Er nema von að manni komi í hug að einhverri ólyfjan hafi verið byrlað út í klausturbruggið, sem þessu heiðursfólki var borið á borð? Enda bendir allt það sem fjölmiðlar hafa birt af munnsöfnuði fólksins í Klaustrinu til þess að því hafi ekki verið sjálfrátt, en samt hefir það al-ljótasta ekki enn verið gjört heyrinkunnugt almenningi, en það kvað vera svo skelfilegt, að jafnvel gamlir sjóarar, forhertir í öllum tegundum fárviðra, fyllast ósjálfrátt viðbjóði á dýrategundinni ,,poleticus" og segja sem svo, að sona helvískt lið hefði verið kjöldregið og kaghýtt um borð í þeirra skipum.

Þegar hinar hryllilegu fréttir af fundarhaldi yfiraðals Miðflokksins með helmingnum af Flokki fólksins, og að hreinar og klárar upptökur af því bænastandi í Klaustrinu væru nú í höndum fjölmiðla, sló þögn á alla sem staddir voru á heimili frú Ingveldar og Kolbeins Kobeinssonar og fólk glápti steini lostið með hangandi hökur og lafandi tungur hvort á annað í lémagna uppgjöf. Svo rauf frú Ingveldur þögnina með yfirlýsingu um að þessum pörupiltum muni hún ekki hleypa inn á sitt heimili á næstunni; það vær sök sér að Sigmundur Davíð hitti jólasveina og kújóna Flokks fólksins til skrafs og ráðagerða, en að þeir væru svo vitlausir að gá ekki að hlerunarbúnaði á fundarstað væri ófyrirgefanlegt og væri nú réttast að hún hefði upp á þessum líka þrifagöltum og veitti þeim ráðningu sem þeir mundu muna eftir.

- Og hvað var þessi kvennsa að gera með fimm eða sex heimskum subbuköllum inni í annarri eins svínastíu og Klaustrinu?, æpti frú Ingveldur og gaf Brynjari Vondulykt þungan selbita í klobbann svo hann kipptist til, rak upp gaul og missti glasið á gólfið. - Þessi uppákoma er svo alvarleg fyrir betri stéttirnar á Íslandi, efrimillistéttina og yfirstéttina, hélt frú Ingveldur áfram, - að sjálfu þjóðskipulaginu og kapítalismanum er hætta búin. Hvað segir þú til dæmis um það Kolbeinn, sem ert skuggaráðsmaður og kommisar gömlu Framsóknarmaddömunnar og ræður því sem þú vilt ráða bæði í Miðflokknum og hjá Framsókn, hvort ekki sé tími til kominn að grisja haugfluguhópinn á Fjóshaugnum og fylla vitin á þessum ólánsgemsum af mykju til freista þess að þeir hætti að skensa og spoksetja duglegar og góðar stúlkur á Alþingi, sem ég hefi velþóknun á. Og ef það dugar ekki, þá er ekki um annað að ræða en að reka þá eins og sauðskepnur upp á háfjöll, eða koma þeim við á einhverri af þessum peningaeyjum í suðurhöfum.       


mbl.is „Dapurt,“ segir Inga Sæland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Hræðilegt hjá Vondulyktinni að fá þennan óvænta selbita

Níels A. Ársælsson., 29.11.2018 kl. 11:21

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Sem betur fer þolir Vondalyktin þung högg og vanur því að að vegið sé að honum úr launsátri.

Jóhannes Ragnarsson, 29.11.2018 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband