Leita í fréttum mbl.is

Meira áhyggjuefni en í fljótu bragði sýnist.

full2Samdráttur í drykkju á jólabjór er meira áhyggjuefni en í fljótu bragði sýnist. Það sem gerst hefir hér varðandi þennan mikilvæga þjóðhagslið er hreint og klárt hrun, skandall, spilling og hneyksli. Fyrrnefndur drukkur er, sem menn vita, ákafalega hollur, sterkur, og menn, og þá ekki síður konur, sjá ekki handa sinna skil eftir að hafa dreypt nokkrum sona bjórum. Þá er jólabjórninn atvinnuskapandi, gefur framleiðendum vel í aðra hönd, þannig að þjóðarbúið stendur nær á brauðfótum eftir að þetta óvænta jólabjórshrun.

Og hvað þykist so þessi drykkfelldi lýður hafa þambað á fæðingarhátíð Jésú og hvað ætlar það að slokra í sig á gamlárskveld og fram á nýárið? Varla görótt blávatn? Ónei, ekki er það nú blávatnsdrullan úr krönunum sem það slökkvir með brennivínsþorstann í sér, bölvað fólkið, um jól og áramót. Nei, nú er það kampavín, helst með gullsalla eða gullflögum, sem það drekkur sig út úr af; það gubbar, slæst og týnir nærbuxunum á huldum stöðum af sannri áfergju eftir að hafa koxað í kampavíninu og einstka tilfelli vafra út í Reykjavíkurtjörn og drukkna næstum því í örgrunnu skópi hennar og einn er sagður hafa fundist drukknaður og steindauður í drullupolli bak við húsið þar sem alræmda veitingastofan Klaustur er til húsa. 

kol33Svo er annan mál, að kampavín er hættulegur drykkur, mun varhugaverðari en bölvað kranavatnið sem þó er görótt sem fyrr segir, enda eru á lofti margar hræðilega ljótar sögur af neyslu kampavíns. Af kampavíni varð Magnús meðhjálpari að Stóru - Ökrum viðbjóðslega lævís morðhundur sem einskis sveifst; þegar upp var staðið kom öllum saman um að hann hefði fyrirkomið foreldrum sínum ödruðum, einum tengdaforeldrum og þremur eiginkonum. Þá var helvískur þrjóturinn grunaður um að eiga þátt í nokkrum dulafullum mannshvörfum og ennfremur að hafa staðið að nokkrum eikennilegum stórslysum á fólki. En þegar þessi mál vóru loks upplýst var Magnús meðhjálpari fyrir nokkru síðan dauður og farinn til Helvítis; þó virðist sem hin syndum prýdda sál hans fái stöku sinnu orlof frá embættisverkum í Víti og þá verði hans vart sem ónotalegrar afturgöngu, sem fólk þarf svo sannarlega að vara sig á. 


mbl.is „Inn með kampavínið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband