Leita í fréttum mbl.is

Það er ekki gamanmál að kviðlenda eins og sprungin blaðra

fluBraggaflug Vigdísar lauk svo sem við mátti búast með heiftarlegri kviðlendingu; þetta var eins og blaðra sem sleppt er lausri um leið og loftinu er hleypt út, hún þýtur stjórnlaus út og suður þar til loftið, er búið en þá lendir hún sem eitt lífvana slytti og ekkert meir. Og mikið hlóg Dagurinn dátt meðan hann horfði á brotlendinguna, hann bókstaflega gnötraði eins og loftknúinn múrbrjótur og lamgkettlingarnir hans hlógu líka, því þeim ber skylda til að hlægja dátt þegar foringi þeirra hlær dátt.

Þegar frú Ingveldi bárust fréttir fátæklegri brotlendingu Vigdísar sló hún sér á lær og mælti: -Ja hérna, þett er keimlíkt því þegar Máría mín Borgargagn hafnaði á kviðnum. En svo er mál með vexti, að Máría ætlaði eitt sinn að bjarga sér á flótta undan trylltri eiginkonu, sem hafði komið þar að sem Borgargagnið var að skemmta sér með eiginmanni hennar. Máría Borgargagn hóf sig eiginlega til flugs, svo hratt þaut hún, og stakk sér eins og þúfutittlingur út um gáttina og niður stigatröppur. Þetta var innahússtigi uppi á fjórðu hæð, klæddur nylonteppi, hörðu og grófu viðkomu.

Flóttinn hefði kanski heppnast ágætlega hjá Borgargagninu ef hún hefði ekki misstigið sig um leið og hún ætlaði að stökkva niður töppurnar. Og í stað þess að fara glæsilega í loftinu niður á næsta stigapall og þannig koll af kolli, þá skransaði hún í nauðaberum kviðum eftir tröppnum. Hún hóf sig aftur og reyndi stökk niður á þarnæsta stigapall, en allt fór á sömu leið, því miður fyrir hana. Þegar upp var staðið, þá var kviður Máríu Borgargagns eitt fleyður þegar henni tókst að sleppa út undir bert loft og sjálft kviðskeggið var með öllu horfið, hafði sviðnað burt þegar það straukst við nylonteppið. Sem betur fer veitti eiginkonan reiða Máríu ekki eftirför að sinni, heldur söri hún sér alfarið að eigimanni sínum og barði hann meir en hálfa leið til heljar. En það var heilmikil sviðalykt í stigaganginum eftir kviðlendinguna og sumir, sem að kómu, töldu sig þekkja ösku af brunnu kviðskeggi í tröppunum.  


mbl.is Breyttu framlagðri tillögu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband