Leita í fréttum mbl.is

Hér hvílir Jón Jónsso þjófur

RæningiÞað kvað vera illur ávani að bera sig illa undan því að vera þjófkenndur. Þeir er kvarta undan slíku fá gjarnan á sig viðurnefnið ,,þjófur", sem festist við þá alla ævi; samanber kallinn fyrir vestan sem vældi undan því að stolið hefði verið frá sér, hann hét eftir það væl alla tíð Jón þjófur og hann heitir það enn í munni sveitunga sinna þó henn sé fyrir löngu blessunarlega sálaður; þeir bættu meira að segja orðinu ,,þjófur" aftan við nafnið á legsteininum hans með tússpenna: ,,Hér hvílir Jón Jónsson þjófur ...

Og nú heldur virðuleg þingfrauka því fram að það kunni að vera nytsamt til að ná af sér stelsýkisstimpli að fá vottorð frá lögreglunni um að hún sé ekki haldin stelsýki (l: sublapsa referri coactionis). En þar er blessuð þingfraukan aldeilis á villigötum. Það hefir aldrei gagnast nokkrum manni að reyna að þvo af sér stelsýkis- eða þjófsstimpil, maður verður bara enn meiri þjófur í augum almennings ef hann svo mikið sem reynir slíkt.

Hinsvegar er í meira lagi ósæmilegt að ljúga þjófsorði upp á blásaklaust fólk, en þegar það gerist verður sá er fyrir því verður að steinhalda kjafti og segja ekki orð hvað sem á dynur. Svo eru náttúrlega til einstaklingar sem hreinlega fara í skóla til að læra til þjófs; þeir eru aldrei kallaðir þjófar og eiga ekki á hættu að vera sagðir stelsjúkir, og sumum finnst bara ægilega sárt að kalla það fólk arðræningja þó öll rök vísi á þá átt.


mbl.is Óskar eftir gögnum úr LÖKE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er náttúrlega einboðið að nú þegar Helga þjófur hefur fengið skriflega staðfestingu frá búðarmanninum um að hún hafi engu stolið, fái sagan heldur betur vængi:

1. Hvernig getur búðarmaðurinn vitað að hún hafi aldrei stolið neinu? Hún gæti hafa gert það án þess að hann sæi.

2. Er ekki eitthvað grunsamlegt við þessa yfirlýsingu? Er þetta ekki bara samið eftir á og borgað fyrir með einhverju meiru en sódavatnsflösku?

3. Verður það ekki þjóðaríþrótt að þessu loknu að fara að saka Helgu þjóf um alls konar misyndisverk til sjávar og sveita og skemmta sér svo við að sjá hana svitna við að bera af sér sakirnar, hverja á fætur annarri, þar til hún gefst upp og viðurkennir allt saman og fer í meðferð og verður þá loksins orðinn lögformlegur íslenskur þjófur og alhliða glæpamaður og allt saman bölvuðu áfenginu að kenna?

Segi nú bara svona.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.1.2019 kl. 16:11

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég geri ráð fyrir að Helga Vala lesi athugasemdir þínar vel og vandlega og íhugi efni þeirra út í hörgul. Að minnsta kosti er vænlegra fyrir hana að vera við öllu búin, ekki síst því sem kemur fram í 3. lið.

Jóhannes Ragnarsson, 17.1.2019 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband