Leita í fréttum mbl.is

Brátt sökkur skútan

x15Í morgun voru mér borin váleg sorgartíðendi, sem ég varð að láta segja mér þrisvar áður en ég byrjaði að trúa að eitthvað kynni að vera til í þeim. Mér var sem sé sagt að ólmustu klausturbelgirnir hefði snúið aftur og væru sestir eins og grimmir hundar í sæti sín á Alþingi Íslendinga, urrandi eða flautandi framan í hvurn mann. Auðvitað er öllu siðlegu fólki á Íslandi brugðið að fá annan eins óþrifnað og hroða í andlitið að morgni dags áður en farið var að birta.

En hversvegna í ósköpunum snöru gemlingarnir aftur? Það var búið að afskrifa þá og sumir sögðu að búið væri að reka þá úr landi, án möguleika á endurkomu; aðrir vildu meina að þeim hefði verið stuggað upp til fjalla, upp á fáförnustu afréttir og þar hefðu rjúpnaskyttur séð þá, fremur hrörlega til reika, rétt fyrir jól. Þegar ein skyttan lyfti skotfæri sínu og hugðist senda þessum óvæntu giljagaurum kveðju í afturendann, tóku þeir til fótanna og þurstu úr sjónmáli og niður í myrkvað gljúfur.

ratNú, það brast á, sem við mátti búast, ófremdarástand í þinginu um leið og hinar ægilegu ásjónur ferlegustu drykkjurustanna af klausri birtust í salnum. Litla gula hænan skreið skrækjandi undir borð, sem og Stengrímur forseti, sem hreinlega glutraði hjartaómyndini sinni í buxurnar og hné undir forsetaborðið, titrandi eins og dónalegur útbúnaður, sem einungis fylliraftar af klaustri þora að nefna upphátt á almannafæri. Ekki var upplitið á Píratagörmunum djarfara þegar þeir sáu hvurjir vóru mættir til leiks í fylgd ekki minni manns en Sigmundar Davíðs, sem dag frá degi færist þær því að fullkomnast að guðlegri náttúru. Í örfám orðum sagt, þá hlupu þingmenn við þetta tækifæri hvur um annan þveran eins og rottur út úr þingsalnum, sem gefur til kynna að brátt sökkvi skútan.   

 


mbl.is „Erum ekki á þingi fyrir þetta fólk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband