Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju Ísland, fyrir ađ taka ekki ţátt í samtryggingu ómennskunnar

jes.jpgŢau er mörg misstökkinn og mismunandi líka. Sum mistök eru góđ međan önnur eru vond, stundum eru ţau herfileg, en í öđrum tilfellum nauđsynleg. Til ađ mynda er fánaatriđi Hatara í Telavíf í gćrkvöldi glćsilegt dćmi um beinlínis firnagóđ og nauđsynleg mistök, ţó svo hin andlega lágmennska reyni allt sem í ţess valdi stendur ađ útskýra palestinska fánann í atriđi Hatara sem einhverskonar uppátćki óvita, eđa eitthvađ í ţá áttina.

Sem betur fer eru íslensku flytjendurnir full međvitađir um sín ,,misstökk" og sýndu međ palastinska fánanum ađ ţeir eru ekki uppfullir af ţví skriđdýrseđli, sem auđvald heimsins og blóđhundum hernađarbandalagsins NATO krefjast af öllum og öllu. Ćrlegu fólki um víđa veröld ţykja ,,mistök" hatara virđingaverđ og mjög í ţágu sjálfsagđrar kröfu um ađ mannréttindi og réttlćti séu virt í Palestinu og víđar. Hinir íslensku Hatarar koma ţví heim aftur sem meiri menn en ţeir voru áđur en ţeir fóru til ţátttöku í tónlistarkeppninni í hernađarveldinu Ísrael. Ţví ber oss ađ óska ţeim innilega til hamingju međ ţađ sem rćflarnir kalla ,,misstökk."

Og hverskonar rotiđ hugarfar er ţađ sem krefst ţess af öllum ađ ţeir tipli á tánum gagnvart andstyggilegu herveldi, sem í áratugi hefir stundađ óhefluđ hryđjuverk og landaţjófnađ í stórum stíl á fólki sem öldum saman hefir búiđ í Palestinu, niđurlćgt ţađ á allan hátt og brotiđ á ţví öll mannréttindi? Ţađ gera ef til vill ekki allir sér grein fyrir ađ svokallađ Ísraelsríki er ađ upplagi trjójuhestur auđvaldsins og heimsvaldasanna Vesturlanda, atómstöđ, sem tryggja eiga ítök í olíuauđi Miđ-Austurlanda um aldur og ćvi. Ţađ var ţví skylda allra ţátttakenda á sönghátíđinni í Telavíf í gćrkvöldi ađ mótmćla yfirgangi heimsvaldasinna fyrir botni Miđjarđarhafs. Ţví miđur brugđust allir ţátttakendur nema einn, Hatarar frá Íslandi. Ţví er tilefni til ađ segja í dag: Til hamingju Ísland, ađ ţú tókst ekki ţátt í samtryggingu skriđdýrseđlisins í Ísrael.  


mbl.is „Ţetta voru mistök“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friđriksdóttir

Svo dásamlega flottir krakkar og Madonna var ekki síđri.  Ţađ er algjörlega fráleitt í mínum huga ađ snobba fyrir Ísralelsmönnum og ţeirra fylgifénađi.

Ingibjörg Friđriksdóttir, 19.5.2019 kl. 18:51

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband