Leita í fréttum mbl.is

Það er einmitt það sem fólk á að gera: mæta með kloséttbursta í tonnatali á völlinn

flug1Það er nú einmitt það sem fólk á að hafa með sér á völlin í kvöld, klósettbursta, nýja og notaða, í tonnatali, og veifa þeim allt hvað af tekur framan í Hund-Tyrkjann og slá hann með því algerlega út af laginu. Og ef þannig vill til, að Hund-Tyrkinn fer að steyta görn, með því  til dæmis að skora hjá okkar mönnum, þá eiga áhorfendur að hefja órofa skothríð á Tyrkjann með klósettburstunum og linna ekki látum fyrr en þeir leggja á flótta.

Það verður gaman að sjá þegar fótboltasteggirnir frá Tyrklandi flýja allt hvað fætur toga í stuttbuxunum og fótboltaskónum burt úr Laugardalnum til að fela sig fyrir íslenskum afkomendum írskra þræla. Þeir mundu eflaust leita fyrir sér um felustað í hálfköruðum húsum í byggingu og í öskutunnum fólks í gren við Völlinn. Svo færi lögreglan með víkingasveitina og sporhunda og leita þá uppi til refsingar. Það er rétt að fram komi að ,,sporhundar" er fínna nafn yfir blóðhunda, sem eru bálgrimm kvikindi, sem leitast við að rífa fórnarlömb sín á hol.

Áðan var ég að hlusta á útsendingu BBC news world sevice, en þar sagði fréttaþulurinn frá því að Erdógan tyrkjakóngur væri farinn með flugvélahersveit, grárri fyrir járnum, áleiðis til Reykjavíkur og telja þeir hjá breska ríkisútvarpinu að miðað við aðstæður og atburði síðustu daga megi búast við blóðbaði. Sem betur fer hafa erlendir illræðismenn ekki riðið feitum hesti frá viðkomu á Reykjavíkurflugvelli og er þá skemmst að minnast sneypufarar Pittagrilla flugmarskálks í herjum Mússólína, sem var náfrændi Erdógans hin tyrkverska.


mbl.is Varar fólk við að koma með bursta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Öryggisfulltrúi KSÍ (sem er líka lögga):

"Við vilj­um koma því mjög skýrt á fram­færi að það er litið á þetta sem kynþátt­aníð í Tyrklandi og þar af leiðandi lít­ur UEFA á þetta sem kynþátt­aníð. Ef okk­ar stuðnings­menn fara að veifa ein­hverj­um burst­um er það merki um kynþátt­aníð og get­ur haft áhrif bara beint á leik­inn, það get­ur haft áhrif að KSÍ og ís­lensk­ur fót­bolti verði fyr­ir álits­hnekki og síðan get­um við jafn­vel hlotið refs­ingu ..."

Samkvæmt þessu fordæmi ætti ég að byrja að líta á það sem kynþáttaníð og mismunun gegn minnihlutahópnum sem ég tilheyri (miðaldra hvítir karlmenn) í hvert sinn sem einhver fer ekki að vilja mínum, og krefjast íhlutunar lögreglu ásamt refsingu á hendur öllum sem gerast sekir um slíkt.

#mannrettindi #modgunarmenning #metoo #kaldhaedni

Guðmundur Ásgeirsson, 11.6.2019 kl. 17:20

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ljótt er það. Og okkur allar bjargir bannaðar.

Jóhannes Ragnarsson, 11.6.2019 kl. 17:33

3 Smámynd: Aztec

Guðmundur, ef ég tæki mig til og ákvað að bursta tennurnar í einhverjum Tyrkjanum með notuðum klósettbursta til að kenna honum munnhreinlæti, myndi það vera álitið óviðeigandi?

Helzt vildi ég að ég gæti gert það við islamska harðstjórann Erdogan, en hann er sennilega ekki tilkippilegur.

Aztec, 12.6.2019 kl. 01:06

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ja, ef Tyrklendingar væru nú kynþáttur ...

Þorsteinn Siglaugsson, 12.6.2019 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband