Leita í fréttum mbl.is

Þjóðhátíaðgleði fyrr og nú

pol1Löngum hefir 17. júní verið andstyggilegur á Íslandi. Í Reykjavík, til dæmis, var það plagsiður á árum áður að ungdómurinn flykktist niður í bæ um kveldmatarleytið og upphóf ægilega áfengisdrykkju með gubbi, dauða á götum og gangstéttum, óburðugum tilraunum til samræðis í portum og upp við ljósastaura, og enn óburðugri tilfæringum til slagsmála. Nú, lögreglan tók að sjálfsögðu fullan þátt í djöflaganginum með því að kylfurota unglingana og henda þeim inn í lögreglubíla. Og stundum tókst einum og einum unglingi að koma með krók á móti bragði og laumast aftan að lögregluþjóni og rota hann með girðingastaur.

Hálfdán varðstjóri er einn þeirra sem saknar ryskingarnar í miðbæ Reykjavíkur að kveldi 17. júní. Hann lét ekki staðar numið þó hann væri búinn að fylla allar fangageymslur á stöðinni heldur hafði hann dauð og hálfdauð ungmenni með sér heim og refsaði þeim þar harðlega. Einn þeirra sem Hálfdán hafði á brott með sér heim úr miðbænum var endemið Árni Aunglabeygja. Þeim djöfli sagðist svo frá síðar, að hann hafi verið með ægilegan höfuðverk daginn eftir, þ.e. 18. júni, en það hafi samt ekkert verið hjá logandi kvölunum sem hann hafði í óæðri enda sínum; enda segja kunnugir, að Aunglabeygjan hafi öll verið á skakk og skjön, eiginlega í keng, í mánuð á eftir, en það hlógu nú bara allir að því.

Fyrir ekki svo mörgum árum síðan var Brynjar Vondalykt staðinn að verki að kvöldi 17. júní í dyraskoti við Laugaveginn með buxurnar onum sig og með honum það kvendi, Máría Borgargagn, sem þá var aðeins heitbundin Indriða Handreði. Lögreglan handtók þegar í stað umrædd skötuhjú og færðu Hálfdáni varðstjóra, sem tók feginn við þeim. Innan stundar heyrðu svo lögregluþjónarnir annarleg hljóð, grunsamlega og ámáttleg berast frá fangaklefanum sem Hálfdán fór með hjúin í. Um morguninn, árla mjög, birtist frú Ingveldur á lögreglustöðinni og lét verða sitt fyrsta verk að slá Hálfdán varðstjóra í aungvit, taka lyklana úr buxnavasa hans og opna fangaklefann og hleypa þeim Vondulyktinni og Borgargagninu út. Að vísu komust þau ekki á stjá af sjálfsdáðum, en frú Ingveldur kunni ráð við því og bar þau eins og hvolpa, undir sitt hvorri hendi, út af stöðinni og út í bíl.


mbl.is Víða væta á þjóðhátíðardegi Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband