Leita í fréttum mbl.is

Tókst að blinda ókindina

beljaÞað er skammt illhvelanna í millum þessi dægrin. Í dag óru það tvö morðóð villukvikindi af rauðkembingaætt en á þeytjánda júni hvorki meira en né minna en steypireður, einhvur skæðasta skepna sem uppi hefir verið. Steypireðurinn er til dæmis svo ógurlega stór, að honum munar ekkert um að gleypa bát af gerðin Sómi 800 í einum bita með manni og mús.

Það var því ekki nema von farþegum hvalaskoðunnarfleytunnir væri brugðið þegar djöfuls steypireðsskepnan rak hroðalegan hausinn, alblóðugan um kjaftinn, upp úr sjóskorpunni og hvæsti grimmdarlega. Nú, enda varð skipstjórinn á fleytunni svo hræddur að hann lak útaf og gerði, með leyfi að segja, í sig og hefði vélstjórinn ekki tekið sig til og dælt tíu tonnum af svartolíu í sjóinn og blindað steypireðinn, eða steypureðinn eins og vélstjórin kallaði ókindina í sjónvarpsviðtali.

Það liggur auðvitað beint við að yfirvöld geri sér grein fyrir hvað kann að gerast ef steypireðurinn mundi ramba inn í Reykjavíkurhöfn, því svona dýr er þúsund tonn og kjaftstórt og sterkt eftir því. Sérstaklega verður að hafa auga með alþingismönnum og meirihluta borgarstjórnar því aktívistar eru vísir með að kasta því fólki fyrir steypireðinn til átu. Að vísu mundi stórhvelið drepast ef það æti eitthvað að ráði af þingmönnum.


mbl.is Steypireyðarmæðgur sáust í Faxaflóa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband