Leita í fréttum mbl.is

Að sögn lifði hann á sauðaþjófnaði á hlaupi sínu um landið

runÞegar Jón íþróttamaður hugðist hlaupa yfir endilangt viltist hann vitanlega og var týndur í óbyggðum í fimm vikur. Hvað hann var nákvæmlega og á hvurju hann lifði er að mestu óráðin gáta enn þann dag í dag. Þegar hann birtist mönnum á nýjanlek eftir þessar fimm vikur sást hann á harðaspretti vestur af Hveravöllum og var undarlega vel á sig kominn. Bændum á Norðurlandi og Suðurlandi kom öllum saman, á sínum tíma, að Jón íþróttamaður hafi lifað á sauðaþjófnaði á ferð sinni endilangt um landið. En Jón neitað, harðneitaði og þverneitaði því að hafa gert nokkuð ólöglegt á hlaupi sín; hann hafi lifað á fjallagrösum, blávatni og hundasúrum og fáeinum mófuglum, sem hann kvaðst hafa jagað með grjótkasti.

Nú, er aungvu líkara en komin sé í koppinn sporgaungumaður Jóns íþróttamanns, Ramsey að nafni, sem hefir í hyggju að renna langsum yfir Ísland. Ramsey þessi heldur því fram að hann hafi hlaupið um þvera Amríku, en það er nú bara eins og hvur önnur hauglýgi. En bændur sín hvoru megin hlapaleiðarinnar eru varir um sig, ætla ekki að láta leika á sig aftur og minnast afreks Jóns íþróttamanns með hryllingi. Svein bóndi á Ferjustöðum í Innrimannasveit í Skörðum lét þess getið við fréttamann, að hann muni gæta hjarðar sinnar í sumar og nota til þess refabyssu og öfluga haglabyssu, sem væri á við meðalfallbyssu í fyrri heimstyrjöldinni.

Af Jóni íþróttamanni er það að frétta, að hann afplánar nú ævilangt ævinga- og keppnisbann í íþróttum. Það þókti nefnilega keyra um þverbak þegar Jóni varð á að bana konu er hann var við sleggjukastsævingar. Kastið var út af fyrir sig mjög langt og gott, en því miður þaut sleggjan í ranga átt, skaust úr fyrir ævingarsvæðið og hrökk í belgin á konutetri, sem þar var á ráfi á gangstéttinni, og varð henni að aldurtila. Áður hafi Jón deytt aðra konu með því að hlaupa hana hastarlega niður í víðavangshlaupi sem fram fór á Jótlandi, en þar sem um en dansk kvinde var að ræða þókti ekki  tilefni til að gera veður út að þessu óhappi.

 


mbl.is „Forrest Gump“ hleypur þvert yfir landið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband