Leita í fréttum mbl.is

Kolefnissporin sem byrja við Bakka

kolb20Hverslags fádæma úrkynjun er það nú, að kalla friðun leiðinlegrar snjóhrúgu á suðausturlandi ,,mikin sigur fyrir Íslendinga"? Með leyfi að spurja: hvað andskotans Íslendingar eru það? Eru það einhverjir giljagaurar og stekkjastaurar af óvættakyni, sem hafast við í sprungunum á snjáhrúgunni? Að minnsta kosti eru það ekki menn og konur sem lifað hafa í sveita síns andlitis á Íslandi frá örófi alda.

Ekki veit ég hvernig á því stendur, en allt í einu kom óforvandis upp í hugann mynd af þessu líka forláta kolefnisspori, ja eða öllu heldur kolaspori og kolasporum, sem hefjast á Bakka fyrir norðan land og enda við skóna hans Stengríms græna í forstofunni heima hjá honum. Þetta ku vera hið súrrealíska lífslistaverk hins róttæka vinstrisinnaða félagshyggjumanns, hvað svo sem slík nafgift kann að þýða í raun og veru.

xb10.jpgÞó má ganga að því sem vísu að Stengrímur, Bjarniben og gluggaskrautin þeirra verða öll sem eitt sett á heimsminjaskrá UNESCO, því annar eins gaddavírsarfadrulla hefir eiginlega aldrei verið uppi á norðurslóðum og því ber að varðveita hana þótt hún sé kokkuð upp úr stigamennsku, ófyrirleitni, siðblindu og andlegri ofurfátækt og niðurlægingu. Það fylgir og þessháttar heimsminjaskrá, að þeir sem settir eru á hana í lifanda lífi eru að loknum lífsfíflagangi sínum stoppaðir upp eins og lundar og hrafnar, geifuglar og melrakkar. Slíka upphefð fá að sjálfsögðu einungis úrvalsbændur, sem kunna að leika með tilþrifum á alþýðuna.   


mbl.is „Mikill sigur fyrir Íslendinga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband