Leita í fréttum mbl.is

Flosi Posa Gosi veit hvað hann syngur, - eða veit hann það máske ekki?

naut2.jpgVitur maður Flosi Posa Gosi og ætlar að vinna gegn launaþjófum með alræmdum fyrrum aðstoðarmanni Sigmundar von Tortúlus de la Panama. Það held ég verði nú samvinna í lagi! Sú samvinna mun að líkindum slaga upp í störf hr. F. Posa Gosa þegar hann var í eina tíð framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins sáluga; enda fór svo að Alþýðubandalagið andaðist í miðjum klíðum í framkvæmdastjóraleik hr. F. og fékk að úldna í friði, eins og strandhveli í fjöru, þar sem það geispaði golunni. Ekki þarf að taka fram, að þá Alþýðubandalagið hlunkaðist fyrir ætternisstapa var rauði fáninn löngu fokinn út í veður og vind og búið að sparka vendilega í rassinn á ,,þjáðum mönnum í þúsund löndum".

Nú verkalýðshreyfingin hefir mátt þola alskyns skrípalinga og loddaraskepnur í sinni forustusveit; einkennilega vitlaus eðjót en þó með uppáskrifaðar háskólagráður í pússi sínu. Og satt að segja hefir þessum andlegu eyðimörkum tekist vel til í því að gelda verkalýðshreyfinguna með sínum hámenntuðu geldingartöngum og raunar er mesta mildi að þessum villudýrum skuli ekki hafa tekist að gera út af við verkalýðshreyfinguna, rétt eins og þeir geltu og drápu Alþýðuflokkinn og Alþýðbandalagið.

En hinn kostulegi meistari, herra Flosi Posa Gosi, er auðsjáanlega fýsilegur kostur til afreka þegar kapítalið vill standa yfir afhöfðaðri verkalýðshreyfingu. Fyrir það fyrsta var öllum ókunnugt um verkalýðsást Posa Gosa þegar hann dúkkaði allt í einu upp sem ,,framkvæmdastjóri" samtaka verkafólks á Íslandi. Í öðru lagi virðist garmurinn heldur hlálegur leikari og óskiljanlegur þegar hann tekur til að þvaðra. En það verður þó að viðurkennast, að það er ótvíræður kostur við menn á borð við þann sem hér um ræðir þegar í ljós kemur að hann er óskiljanlegur fólki af alþýðustandi því þá þarf síður að hafa af því áhyggjur að það verði fyrir skemmdum af þvaðrinu í honum.    


mbl.is Jóhannes Þór misskilji tölurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Frekar er hann hlálegur, pistillinn þessi. Og þá ekki vegna ritstílsins sem er nú annar kapítuli.

Már Elíson, 17.8.2019 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband