Leita í fréttum mbl.is

Að setja úrkynjað Alþingi er ekkert gamanmál

xbbufuz.jpgEkki er nú töluð vitleysan þegar pípuhattalýðurinn framkvæmir það sem það kallar setningu Alþingis. Að þessu sinni notaði forsetinn tækifærið og sló úr og í eins og ruglaðu foreldri, sem reynir að leggja afkvæmum sínum lífsreglurnar af lítilli sem aungri sannfæringu. Eitt er þó víst: AlþingiÍslendinga hefir aldrei verið jafn hörmulega illa skipað sem nú og þegar litast eru ráherrabekkina trúir maður vart sínum eigin augum því þar er allt eins og klippt út úr sögunni um góða dátann Svejk.

Það blandast aungvum hugur, sem á annað borð hefir lagt hlutlausan mælikvarða á alþingismenn og ráðherra dagsins í dag á Íslandi, að alverleg úrkynjun hefir geysað innan stjórnmálaflokka landsins. Þessu má líkja við þá húsmóður sem hætt er að bera gómsæta rétti á borð en í stað þess farin að kasta sorpi og saur fyrir sitt fólk. En þó svo að allir núverandi flokkar væru lagðir niður og aðrir stofnaðir, þá mundi það koma út á eitt, því sama tegund af loddurum og lukkuriddurum mundu umsvifalaust troða sér fram fyrir í nýju flokkunum og eyðilegja þá á stundinni.

Hvað er þá til ráða? Því er fljótsvarað: það er ekkert til ráða. Við erum stödd á alvarlegu úrkynjunarskeiði hins kapítalíska og heimsvaldasinnaða þjóðskipulags, sem líkist alltaf meir og meir brútal þjófskipulagi fólks sem orðið er galið af markaðshyggjuþráhyggju og samkeppnisgeðveikinni. Út úr þessum háska er er svo sem ekki nema ein fær og skynsamleg leið, það er leið hinnar sósíalísku byltingar. Þessu gera allir rétt skynibornir menn sér grein fyrir, þó svo margir þeirra þori ekki að láta þá vissu sína í ljós af ótta við þá freku og gráðugu, sem ætla sér ekki að láta staðar numið fyrr en hnattkúlan okkar, Jörðin, verður ein rjúkandi rúst, sviðin, eitruð og sundurtætt eftir alla markaðhyggjuna, samkeppnina og sjálfheldu gróðasóttarinnar.


mbl.is Óvissa annað orð yfir framtíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jóhannes, realismi þinn var óvenju sterkur í þessum pistli þínum.

Þú virkjaði ekki aðeins þá hormóna sem lengja lífið, heldur um leið orðaðir þú margt af því sem maður hefur pælt í, reyndar ásamt mörgu öðru, hvursu misgáfulegt það er.

"En þó svo að allir núverandi flokkar væru lagðir niður og aðrir stofnaðir, þá mundi það koma út á eitt, því sama tegund af loddurum og lukkuriddurum mundu umsvifalaust troða sér fram fyrir í nýju flokkunum og eyðileggja þá á stundinni."

Það er ofsalega mikið til í þessu, og frá fyrsta degi sem ég fór að hugsa um hvað væri til ráða þegar maður á líf sem þarf að vernda, að hvernig er hægt að vinna gegn þeim öflum sem þú lýsir svo réttilega. 

Réttilega segi ég, en maður ól ekki líf til að gefast upp fyrir þessum ófétum.

Ekki að ég eigi nokkuð svar.

En svarleysi mitt er engin afsökun fyrir uppgjöf.

Orðkyngi þitt og hinn kaldhæðni húmor hjálpa manni hinsvegar að halda haus, að standa uppréttur með the boots on, líkt og maðurinn sagði.

Það má vel vera að þetta sé eins og það er, og rústin ein sé óhjákvæmileg, en ég er bara ekki sammála því.

Slíkt er mín ættarfylgja úr Vaðlavíkinni, þar þótti það vera mark um geðleysi að vera sammála næsta manni, síðasta manni, eða nokkrum manni yfir höfuð.

Um þá þrjóskustu var sagt að þeir væru ekki einu sinni sammála sjálfum sér. 

Það finnst mér virðingarverð afstaða og ég er ekki sammála rústinni, hin vanmetna breyta er von og trú.

Það sagði amma, og ég hef eiginlega rifist við alla, en ég reifst samt aldrei við ömmu mína.

Þó ófétin stjórni, þá skulu þau aldrei getað trúað því og treyst að morgundagurinn verði þeirra, eða hann verði síðasti dagurinn sem þau ráða.

Vonin er nefnilega ekki þessa heims, og jafnvel mesta svartnætti fær hana ekki kæft.

Það er bara þannig.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.9.2019 kl. 17:19

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þakka þér fyrir athugasemdina Ómar.

Kv. Jói Ragnars.

Jóhannes Ragnarsson, 10.9.2019 kl. 18:11

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Tveir góðir.

En,

á meðan hinu svokallaða Alþingi tekst að verja eigin vesaldóm og spillingu fyrir nýrri stjórnarskrá og halda áfram að vera dagheimili / leikskóli fyrir vinnuskóla kvótaútgerðarinnar, er engin von til að á þessu verði breyting.

Vegna þess að ef við ætlum að breyta löggjafarþinginu í ábyrga stofnun þurfum við að byrja á því að skipta um kjósendur.

Þökkum forsjóninni fyrir að kjósendum skuli ekki hafa tekist að búa til verra löggjafarþing. 

Árni Gunnarsson, 10.9.2019 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband