Leita í fréttum mbl.is

Skemmtiatriði að hætti Bandaríkja-Sólveigar og Amríku-Vidda

paunkÞað kemur nú æ betur í ljós, með hverjum deginum sem líður, að kjör Bandaríkja-Sólveigar til formanns Eflingar var óðs manns æði af sama toga og þegar manni verður það á að kaupa köttinn í sekknum. Til að kóróna asnastykkið, þá hafði Bandaríkja-Sólveig óværu með sér í sekk inn á kontór eflinga, heilmikið híbýlaskraut, angandi af þurri, stækri háskólasnobbaralykt. Það þarf ekki að geta oft til að komast að hvaða skepna var í sekknum, því að fyrsta degi rúllaði Amríku-Viddi út úr sekknum Bandaríkja-Sólveigar og saman hófust þau þegar handa, eftir að hafa úthlutað sér háum launum frá verkalýðnum, að sópa út einhverju sóðaliði á svo leiðinlegum aldri, að bæði Bandaríkja-Sólveig og Amríku-Viddi gubbuðu af heilagri vandlætingu og viðbjóði.

Til dæmis þókti þeim ný-verkalýðsrekendum blátt áfram unaðslegt að smána leiðindadurginn Þráinn fyrir framan hitt starfólkið og henda honum svo út á skottinu eins og skítugri boðflennu af hundaættinni. Þá var ekki síður fjör þegar afgömlu kérlíngarkjökrin vóru leidd úr húsi, fárveikar og andlega bugaðar af hinu nýmóðins amríkutungutaki ný-verkalýðsrekendanna. Nú síðast bauð hin amríkumenntaða félagasforusta starfsfólki Eflingar upp á þá einstæðu skemmtun, að taka einn starfsmanninn, rífa af honum lyklana og kortið og skutla honum síðan út á götuna fyrir framan alþýðuhöllina. Var gerður góður rómur að þessu skemmiatriði og hlógu þau Bandaríkja-Sólveig og Amríku-Viddi manna mest að þessu spaugilega númeri. Strax á eftir settist Bandaríkja-Sólveig við púlt sitt og hóf að rita eina af þessum frægu amrískskotnu greinum sínum með tilheyrandi fórnarlambsmóral og hvað hún sé ógn siggróin á höndunum eftir tíu ára linnulausan barning í verkamannavinnu á leikskólanum og að Efling sé kvennfélag mæddra kvenna, sem hefir verið farið illa með. Skömmu síðar birtist Bandaríkja-Sólveig okkur á viðhafnarmynd, hvar hún situr að hvítvínsdrukk og ólífuáti, en þessháttar heyrir auðvitað aðeins til hinni borgaralegu og hámenntuðu yfirstétt. 

En nú er orðið úti um alla byltingarstarfsemi Eflingar, í bili að minnsta kosti. Slæmur var Bessason fyrrum formenni Eflingar, alltaf eins og nývaknaður draugur sem leið á milli herbergja eins og gufuslæðingur. En verri er hin tilgerðarlega og hrokafulla geðvonskuforusta sem Eflingarfólk kaus til æðstu metorða félagsins. Reyndar kaus Eflingarfólkið aðeins Bandaríkja-Sólveigu, en Amríku-Vidda og hina háskólababbakútana kusu Eflingarfélagar auðvitað ekki, þá andskotans óværu heimtaði Bandaríkja-Sólveig að hún fengi með sér á skrifstofu verkalýðins í Reykjavík. Á skrifstofu Eflingar virist vera ótæmandi péníngahít, því ekkert virðist því til fyrirstöðu að allrahanda vinir og vandamenn fái þar vel launuð störf, fyrir utan að borga upp uppsagnarfresti fjölda manns sem hrökklast hefur úr starfi þarna undan Amríku,,róttæklingunum" sem komust í fyrir tilviljun að verða verkalýðsrekendur.


mbl.is Segir samsæriskenningar langsóttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband