Leita í fréttum mbl.is

Örlög Kristfreðs bakarameistara

naut1.jpg
,,Þegar hún var borin í burtu dauð
var brauðið ónýtt líka."

Þessar ljóðlínur úr sálmi Matthíasar kómu ósjáfrátt upp í hugann er eg frétti af andláti og útför Kristfreðs Péturssonar bakara og bakarameistara. Kristfreður var maður digur og samsvaraði sér lítt að vexti, kartöflulegur á velli með stuttar höndur en neðan úr búknum stóðu þessir laungu fótleggir eins og prjónar og gáfu persónu Kristfreðs ankannanlegt yfirbragð, sem gerði börn hrædd en konur voru sífellt á varðbergi gagnvart svo einkennilegu sköpulagi. 

En svo fór að lokum eftir slark, hark og slúður að Kristfreður gjörðist landsfrægur bakarameistari og gerði mönnum brauð, sem óru hörð sem granít að utan en lungamjúk og slepjuleg að innan. Þá var og tekið eftir snúðunum úr bakaríi Kristfreðs með miklu glassúri, sem bakarameistarinn bragðbætti oftar en ekki með munnvatni sínuog fleiri vessum. Eg sé enn í dag Kristfreð bakarameistara fyrir mér við hrærivélina og lætu vætla úr leyndarlimi sínum saman við deigið. Eða þegar hann var að drýgja kakóið með mold, það var dýrleg sjón. Eitt sinn stukku tvö nagdýr, á hörðum flótta undan hungruðu kattaróféti, ofan í hrærivélarskálina og var þá Kristfreður ekki höndum seinni og setti hrærivélina í gang. So setti hann kássuna í dulítið form og lét inn í ofninn.

Þegar á ævina leið gerðist Kristfinnur bakarameistari nokkuð svo forn í skapi, syggur við viðskiptavinina og kjaftfor. Húsmæðrum sem honum líkaði ekki við sagði hann að éta skít eða hótaði að mylja myglaðar kringlur niður í nærbuxurnar hjá þeim. Þetta var skelfilegt. En svo tók almáttugur Guð í taumanna og Kristfreður rann á sultuklessu, sem gloprast hafði á gólfið fyrir framan stóra bökunarofninn, sló höfðinu við borðbrún og dauðrotaðist og var allur er að var komið. En því miður fyrir ekkjuna, þá reyndust öll brauðin í ofninum ónýt er að var gáð, en af þeim þókti mun meiri eftirsjón og skaði en af Kristfreði barkarameistara.


mbl.is Stýrði umræðum um heimsmarkmið SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband