Leita í fréttum mbl.is

Hljómborðsgutlarinn

pianÞað er svo sem góðra gjalda vert að verðlauna hljómborðsgutlara fyrir sitt tilgangslausa hringl og hin almennu leiðindi sem hljóðmengun af þessu tagi veldur. Heldur var verra þegar Þúfutittlingafélagið tók sig til og verðlaunaði alræmt fífl úr stétt fagfjárfesta. Þá var nú ekki amalegt þegar til stóð að stofna Sósíalistaflokk Íslands og allt fór út um læri og maga, - já og í lakið. Nú húka mökkararnir í Sósíalistaflokknum við að tjá Demókrataflokki Bandaríkjanna fölskvalausa ást sína! Að himpigimpi sosialistaflokks á Íslandi dýrki annan af tveimur helstu auðvalds- og arðránsflokkum Amríku er svo undurhlægilegt að erfitt er að verjast tárum yfir nautheimskunni.

En aftur að hámenningarlistinni. Hljómborðsgutlarinn, sem var verðlaunaður eins og hrútur á hrútasýningu, varð fyrir því óláni og óhamingju, að stingast á höfuðið ofan í flygilinn og flumbra sig allan í framan. Aðspurður kvaðst verlaunagutlarinn hafa verið alsgáður þegar féll niður í píjanóbelginn, hinsvegar fullyrðir hann að einhver óþverraskepna hafi brugðið fyrir hann fæti þegar hann var að ganga til hljóðfærisins á sviðinu.

Einnig afneitaði hinn verðlaunaði hljómborðsdrengur því, að hann væri flokksbundinn Miðflokknum og væri með styttu af Sigmundi Davíð í híbýlum sínum. Mála sannast væri, að styttan hefði brotnað í smátt þegar hundurinn rak sig utan í hana, og þó svo hann væri í Miðflokknum þá væri hann ekki flokksbundinn þar. Svo setti hinn rómaði snillingur sig niður við hljóðfærið og hóf að leika tilbrigði við Deutsche Grammophon, sem útsett er í fúgu-stíl fyrir óbó og langfiðlu. 


mbl.is Víkingur listamaður ársins hjá Gramophone
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband