Leita í fréttum mbl.is

Fáránleg málshöfðun Gerplustrætis 2-4 ehf.

drau2.jpgNú er ég hræddur um að stjórn Gerplustrætis 2-4 ehf. hafi skotið virkilega langt fram hjá markinu, eða hafi ratað út í algerða ófæru í þoku og reyk. Það er nefnilega heldur seint í rassinn gripið að fara með mál á höndur Sturlu Sighvatssyni, því eftir mínum bestu heimildum andaðist hann með sljótið Grásíðu, beyglað og snúið, í lúkunum í Örlygsstaðabardaga það herrans ár 1238.

En þar sem ég hefi ósköp litlar væntingar varðandi vitsmuni og yfirvegun Gerplustrætis 2-4 ehf. þá læt ég mér í léttu rúmi ligga þetta hlálega asnaspark og tel ágætt að ef einhverjir geta brosað í kampinn að vitleysunni. Ugglaust hefur Gerplustrætið upplýsingar um hvar Sturla Sighvatsson vara grafinn svo það geti nú birt hinum aldraða höfðingja stefnuna og vakið hann upp af værum blundi, þó ekki væri til annars en að verja sig í lögfræðilegum skilningi.

Svo má eflaust lengi um það deila hvort þörf sé á að vekja upp afturgöngu einhvers hroðalegasta Sturlungs sem hefir uppi verið á Íslandi. Ég hefði haldið að nóg væri um ójafnaðarmenn, þjófa og ræningja meðal vor svo ekki væri bætt við þá skítaflóru hart nær áttahundrað ára illmenni, sem elti Guðmund byskubb góða út í Grímsey til að myrða menn hans og svívirða hans heilagleika sjálfann. En hvurjir eru það sem búa í Gerplustræti? Ég veit ekki um aðra Þorgeir Hávarsson og Þormóð Kolbrúnarskáld sem verðskulda að búa að stræti með svo mikilúðlegu nafni.


mbl.is Undirbúa lögsókn á hendur Sturlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Röng Sturla.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.11.2019 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband