Leita í fréttum mbl.is

Þeim er fyrirmunað að skammast sín þessum ólánsendemum

x22Alveg er Katrínu fyrirmunað að skammast sín fyrir auðsæjan og fyrirlitlegan pólitískan loddaraleik sinn, að ekki sé minnst á þorparann Stenngrím, yfir og undirformann VG. Þessi makalausu gægsn hika ekki við í fávísi sinni að skrökva því enn og aftur upp, að VG sé vinstriflokkur og spinna hiklaust upp að þessi pólitíski undanrennu og uppskafningagrautur sé hluti af einhverju alþjóðlegu vinstri. En þegar endemin fara að tala um ,,systurflokkar" VG á hinum Norðurlöndunum er ekki laust við að við sem betur vitum glottum dálítið í kampinn að þvaðrinu og lákúrunni.

Ef VG væri vinstriflokkur, eins og Katrín og Stenngrímur halda fram, hefði aldrei komið króna inn í flokkinn frá svæsnum auðvaldsfélögum á borð við Samherja og og öðrum gjafakvótarisum og yfirgangshundum; heldur aldrei ein einasta króna frá stóriðjufyrirtækjum, alþjóðlegum; og heldur ekki frá ríkinu, en Katrín og Stenngrímur, margnefndur, tóku þátt í að samþykkja stórar fjárveitingar út úr ríkissjóði til stjórnmálaflokkanna á Alþingi. Fólk sem er svo spillt og rotið, að því flökrar ekki einusinni við því að taka við miklum peningaupphæðum frá grimmum auðvaldsfyrirtækjum, og leyfa sér svo í þokkabót að ræna ríkissjóð til reksturs stjórnmálafélaga eiga engan rétt á að kalla sig vinstrisinni, því það eru soddan aumingjar auðvitað ekki.

Sennilega var ég með þeim allra fyrstu, sem áttuðu sig á raunverulegu poletisku eðli VG, Stenngríms og hinna í Flokkseigendafélagi VG. Það varð fljótlega einsýnt, að VG var í raun og veru hægriflokkur með raunarlegu framsóknarívafi. En síðustu tvo árin hefir Stenngrími og þeim hinum ekki þókt taka því að leyna auðvaldseðli sínu, heldur hafa þessir auðvirðilegu loddarar og smámenni tekið þátt í að framkvæma róttæka hægristefnu með Erkiíhaldinu og Framsóknarliðinu. Ekki þarf að taka fram hverskonar hugarfar það er, sem leitt hefir forustu VG, en það er bæði gjörspillt og úldið. Við hliðina á VG er Sjálfstæðisflokkurinn beinlínis stálheiðarlegur í sinni auðvaldsspillingu, því þar á bæ hefir aldrei neinum dottið í hug að ljúga að kjósendum að þeir væru vinstriflokkur, eða með sósíalíska slagsíðu af einhverju tagi. 


mbl.is Mikil samstaða um styrktarmannakerfi VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband