Leita í fréttum mbl.is

Skáldskaparmál Snjáku Títu og örlagaferð hennar á dráttarvélinni

Hún drekkur lítið en dansar mikið
og í dökkgrænum taumum lekur af henni spikið;
en börnin öll baula þegar hún fellur í rykið
og bölvar þar þar til hún sofnar.

ing2Svona orkti Snjáka Títa, móðursystir Kolbeins Kolbeinssonar skrifstofustjóra og framsóknarmanns. Kolbeinn var eitt sumar í sveit hjá Snjáku frænku sinni og fór þaðan aftur afsveinaður, forhertur glæpabófi, skíthæll og drykkjusjúkt ungmenni. Það var sem sé fullkominn óþverri fyrir foreldra hans að fá hann aftur úr sveitarsælunni. Um haustið fór hann suður og kynntist frú Ingveldi, sem þá var stuttpilsuð ungfrú, og Máríu Borgargagni, en þær höfðu báðar hið versta orð á sér og sóttar- og baktéríuhræddir menn þorðu ekki að koma nálægt þeim.

En fyrst minnst hefir verið á Snjáku Títu, er ekki úr vegi að nefna í fáum orðum meinleg örlög hennar. Snjáka Títa féll nefnilega ofurölvi aftur af dráttarvélinni og varð undir herfinu, sem dráttarvélin dró á eftir sér; en Snjáka var talsvert gefin fyrir jarðarbætur og túngræðslustörf á bújörð sinni. Þrátt fyrir að illa horfði í fyrstu, þá slapp Snjáka Títa lifandi frá þessu hræðilega slysi, en eftir það hefir hún litið út eins og ófreskja af öðrum heimi, svo hræðileg, að börnum er aldrei leyft að sjá hana.

Það eftir þessar ægilegu ófarir, sem Snjáka Títa orkti um sjálfa sig:

Eitt sinn var eg sæt og fín, en er nú ljótari en villusvín;
að mér drengirnir gera grín og bjóða mér upp á brennivín.
Ek em tætt og tilfinningalega rofin  og tólin á mér dofin.
En samt eg hlæ, dæ rí ræ, helló gúdd bæ.


mbl.is Kim drekkur sjaldan áfengi þessa dagana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Hræðileg örlög Snjáku Títu tongue-out...

Níels A. Ársælsson., 25.11.2019 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband