Leita í fréttum mbl.is

Þá graðhesturinn Sleipnir varð kynvilltur af kaffidrykkju

ast.jpgNú ættu hrossamenn að sýna af sér myndarskap og taka hross sín á hús með verið er að djöflast með flugelda á gamlárskveld; það er að segja þau hross sem þeir eru búnir að grafa upp úr snjósköflunum eftir síðustu stórhríð. Og nú tjóar lítið fyrir hestamenn að bera fyrir sig að þeir eigi bara aungin hús fyrir skepnurnar því lengi er hægt að troða horuðum hrossum inn í fjós til kúnna og fjárhúsin til ánna. Jafnvel hænsnakofar geta vel nýst þessarar starfsemi, að ekki sé talað um allar tómu hlöðurnar og peningshúsin út um allt land. Heyrt höfum vér af vænum mönnum, sem á góðri stund tóku reiðskjóta sinn inn í eldhús heima hjá sér og skenktu að honum bæði brauði og brennivíni.

Fanturinn Geiri í Keldukoti gjörði gæðinginn sinn, hann Sleipni, að óráðsíuhrossi með því að ausa í hann allskyns eitri. Oft var Sleipnir útúr-fullur af því að éta dreggjarnar upp úr gambratunnum eiganda síns. Og hann fékk líka að éta kannabisstöngla, sem hann varð rammskakkur af, og amfétamín fékk Sleipnir ómælt þegar húsbóndi hans þurfti mikils við og var að flýta sér. Það þókti stórbrotið að sjá Geira í Keldukoti ríða Sleipni sínum í loftköstum yfir hvað er fyrir varð.

En svo varð Sleipnir kynvilltur af óstjórnlegri kaffidrykkju; café hefir nefnilega soleiðis áhrif á gæðinga. Kynvillan lýsti sér í því, að Sleipni fýsti mjög að hafa mök við mjólkurkýr. Fyrst áttuðu bændur sig ekki á stakkaskiptum Sleipnis, sem um þær mundir var einn frægasti graðhestur landsins, en þegar þeir í tvígang höfðu orðið vitna að aðförum Sleipnis og kúanauðgunum hans í fjósi og í bithaga, fóru að renna á þá tvær grímur; það var augljóst að helvítis hrossið var orðið geggjað, bilað á geðsmunum. En út yfir allan þjófabálk tók þegar Sleipnir reyndi hvað hann gat að nauðga þarfanauti sveitarinnar, hvar það var bundið á básnum sínum. Þeirri aðgerð lauk á þann sorglega hátt, að uxinn reif sig lausan og stangaði gæðinginn Sleipni í klessu í flórnum í tuddakofanum. Og svo máttu eigendur nautsins greiða Geira bónda morð fjár í skaðabætur út af hinu sviplega fráfalli Sleipnis. Já, mörg er búmanns raunin. 


mbl.is „Getur skapað hættu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband