Leita í fréttum mbl.is

Nei, ostin sigrar ekki, það væri fráleitt

kol18O jomm ojomm. Það er nú svo með það. Og ostin sigrar allt. Það er ugglaust áreiðanlegt. En hvað er þetta ,,allt", sem Hildur tómskáldmenni fullyrðir að ostin sigri? Bölvað kjaftæði er þetta í manneskjunni. En ostin er öll í buxunum, aðallega þó nærbuxunum, sjálfu nærhaldinu sem ætlað er að halda öllu í horfinu. Það hefði ekki farið eins illa hjá Kolbeini Kolbeinssyni þegar hann skeit í sig á leiðinni heim ef hann hefði bara verið í nærbuxum. En, nei, hann gleymdi nærbuxunum hjá óeðlilegri kvinnu, sem sauð nærbuxurnar hans í botti daginn eftir og gjörði sér af þeim súpu.

Svo brjálaðist frú Ingveldur þegar hún komst að hinu sanna með Kolbein, barði hann eins og hund úti á lóð fyrir allra augum og skar buxurnar utan af kallgreyinu með búrsaxinu, líka fyrir allra augum. Þegar hundur nágrannans sá hvurnig frú Ingveldur lék Kolbein veðraðist hann upp og beit Kolbein í fótlegginn en rak um leið upp ámátlegt vein, því lyktin af Kolbeini var vond og til þess fallin að deyða ofurþefnæman rakka úr bráðkveddu. Nú, frú Ingveldur leitaði lengi að húsinu þar sem Kolbeinn hafi glatað nærbuxunum sínum. Loks er hún fann það og kíkti sem einn gluggagægir inn um eldhúsgluggann var hin vonda, afbrigðilega kona að eta súpuna, sem hún sauð sér, með brauðhnútum og strausykri.

En. Já. Það var þetta með hana Hildi tómskáldsmenni og frama hennar á glimmerbrautinni. Okkur er sagt hún hafi orkt eitthvert dauðans garnagaul sem spilað er undir í öldungis lágmenningarlegri kvikmynd, ef kvikmynd skal kalla. Eftir því sem við höfum hlerað, þá er umræddur hávaði, sem spjátrungar allra kynja kalla tómlist, einhverskonar blanda að hávaða sem verður þegar gafli er níst í matardisk við eldhúsborð og skrölt í útjöskuðu rúmi gömlu hjónanna, sem nú vega orðið vel yfir þrjúhundruð kílógrömm samtals. En þetta á víst að verðlauna, sama er mér, sama er okkur. En ostin sigrar ekki, það er alveg úti lokað.


mbl.is „Ástin sigrar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband