Leita í fréttum mbl.is

,,Svo þakka ég þér kærlega fyrir"

kolb20Þegar ég sá þessa fyrirsögn kippist ég að sönnu við, því mér sýndist standa þarna: ,,Kynvilla á Suðurskautinu." Í gegnum hugann þutu kynjamyndir með leifturhraða; fólk að stunda kynvillu í 50 gráðu frosti og snjófjúki; mörgæsir að ósiðlegum athöfnum; ógéðslegur pérvert að géra eitthvað sorglega ógéðslegt með öðrum viðbjóðslegum pérvert. En svo sá ég hvers kyns var og las að fyrirsögnin hljóðaði upp á ,,skynvillu á Suðurskautinu", sem auðvitað er allt annað en ,,kynvilla á Suðurskautinu" og greinin fjallar um geggjaða vísindamenn, sem væntanlega er búið að taka úr umferð.

Þegar hugurinn var farinn að róast og ég farinn að ná áttum eftir hin hrapalegu lestrarmistök, kom óforvarandis upp í hugann minningin um ,,kynvillinginn í þvottabalanum", en upp um þann þorpara komst þegar götustrákar gægðust á gluggann á kalli. Strákarnir hlupu auðvitað með það sem þeir sáu í hvurn mann og meintur kynvillingur var hrakinn burt af staðnum fyrir hádegi daginn eftir. Þannig var nú það. 

En fyrst talið hefir borist að kyni og kulda er ekki óeðlilegt að nefna hjúin sem lögðust buxnalaus í snjóskaflinn bak við ballhúsið eða félagsheimilið. Þegar skepnurnar höfðu lokið sér af stóð karlfauskurinn upp, gyrti sig í brók og rétti síðan kvenpersónu leiksins höndin og sagði: ,,svo þakka ég þér kærlega fyrir." Fleira var ekki sagt í skaflinum það kvöld, en atburðurinn skildi eftir sig fullvissu í sinni fólksins um að Íslendingar væru harðgerðasta þjóð í heima og létu ekkert stöðva sig, ekki einusinni frost og fannir.


mbl.is Skynvilla á suðurskautinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband