Leita í fréttum mbl.is

Fátt er betra en hjartanleg Þórðargleði

hlatur_8_888210.jpgÖ-hö-hö-hö-hö-hööö, það setur að manni sanna Þórðargleði að hlusta á kveinastafi svokallaðra hotéleigenda, ö-hö-hö-hö. Þetta bítur þá í bévítis rassana eins og karma fyrir allt þrælahaldið. Mér er sagt að hotélfurstarnir hafi fengið þræla í gámum frá starfsmannaleigum að utan og hafi notað þá eftir þörfum. Og í þokkabót hafi þeir jafnvel staðið sig ver en sægreifarnir að borga til samfélagsins. Hið náttúrlega réttlætislögmál lætur nú ekki svona stekkjastaura spila með sig. Oooo-ho-ho-ho-hojjj.

Á einni hotélholunni úti á landi tóku þrælarnir sig saman, þeir voru víst einhversstaðar frá Suðurevrópu og Saudi Arabíju, lögðu höndur á þrælahöfðingjann, íslenskan framtaksmann, og köstuðu honum út í nálæga tjörn. Það munaði víst litlu að karlskepnan drukknaði þarna í tjörninni og var hún þó ekki nema tuttugu sentímétra djúp þar sem hún var dýpst. Þetta var nú allt gott og blessað, nema hvað kona þrælahaldarans varð skúffuð yfir því að karlinn hefði skriðið lifandi upp úr tjörninni. Hún er nefnilega þrælahaldari líka og var farin að halda dulítið við einn Arabíjustrákin.

En nú hefir karmalögmálið greitt hotélaskröggunum feikna högg, svo níðþungt, að þjóhnapparnir fuku af einum þeirra alla leið suður til Blálands. Það var víst sjón að sjá kall kjaga um rasslausan á eftir. Ohh-ho-ho, hæ. Nú þykjast hotélstjórarnir ætla að lokka Íslendinga til sín í gistingu, fyrst útlendingarnir eru horfnir. Það verðu eflaust gaman að sjá þegar íslensku gestirnir yfirtaka hotélkotin með drykkjulátum, slagsmálum og kvennafari; þá held ég verði eins gott fyrir kérlíngarnar í sveitinni að fela sig vel, því íslenskir ferðagraddar eru verst menn og sjást aldregi fyrir þegar þeir eru komir í glas, búnir að bretta upp ermarnar og komnir úr nærbuxunum. Mikið óskaplega held ég að þetta verði skemmtilegt. O-hohh-hoj.


mbl.is Höggið mikið en treysta á Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband