Leita í fréttum mbl.is

Með hælaháa skó undir klaufunum

ingv54.jpgÞað held ég sé eitthvað nýtt af nálinni, að lífeyrissjóðir vinni eftir fjárfestingarstefnu, sem gangi út á að kjarasamningar séu virtir. Ég er eiginlega skíthræddur um, að þarna sé miðjustjórn ASÍ að skrökva, eða bara að ljúga vísvitandi, sem er vondur siður. En vel má vera, að síðan efrimillistéttarfémínístar tóku öll ráð í ASÍ og nærsveitum, hafi hin nýja forusta ákveðið, að leggi lífeyrissjóður pénínga í kapítalískt græðgisfyrirtæki þá sé það í sömu andrá nokkurskonar heilbrigðisvottorð af hálfu talsmanna alþýðunnar þess efnis að umrætt fyrirtæki hafi alla tíð virt kjarasamninga og landslög fullkomlega. 

En auðvitað vita efrimillistéttarfémínístar lítið um hvort fyrirtæki hafi brotið á þrælalýðnum, sem hjá þeim vinna, því efrimillistéttarfémínístar af þessu tagi hafa ósköp takmarkað vit eða eigin reynslu af vinnu, allra síst verkamannavinnu. Á móti hafa efrimillistéttafémínístar nautn af að skála með pénínga- og yfirstéttarslekti og finna ákaflega til sín þegar myndir af þeim birtast á glamúrsíðum auðvaldsblaðanna. Þannig er nú því háttað.

Ekki er þetta efnilegt og ósjálfrátt vaknar grunur um að ,,nýja verkalýðsforustan" sé ekki á réttri bylgjulengd. Að minnsta kosti var hún fljót að klofna og eftir sátu þessir höfðingja, gaggandi eins og roðhænsn, hvurt á sinni skítahrúgu. Það er svo sem ágætt að metorðastreðarar sjálfra sín auglýsi meinta góðmennsku sína og kærleik og þvaðri eins og sauðnaut um velferðarplástra á hið kapítalíska þjóðskipulag, en það þjóðskipulag vilja þessar fínlegu alþýðuhetjur um fram allt halda í. Þetta eru sem sé, þegar allt kemur til alls, íhaldssauðnaut með klaufir á hælaháum skóm, rauðum.


mbl.is Óyggjandi staðfesting frá Icelandair ekki til staðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband