Leita í fréttum mbl.is

Hugleiđing um tvö slysabörn

Ţegar ég las hina skelfilegu og hjartaskerandi frétt af slysalegum barneignum ţeirra Jöđu og Tanna rann ósjálfrátt upp í hugann ljóđ um barnunga, sem slysađist í heiminn fyrir vangá og flumbrugang foreldranna.

Flóra situr sonu ţrjá,
sá var hennar geiri.
Roy var yngstur allra ţá,
Ekki vildi hún fleiri.

En áriđ nítján núll og eitt
um nótt ţeim varđ á slysni.
Vilja drottins varđ eig breytt:
Walt kom undir, Disney.

(Höf: Ţórarinn Eldjárn, ćttađur úr Svarvađadal.)

Í dag ćtti öllum hugsandi verum ađ vera kunnugt um óbótaverk Walt ţessa Disneys, međvitundariđnađ hans og skepnuskap; í lúkum ţessa vođamanns hafa dýr, svo sem mýs og endur, svo og gömul evrópsk ćvintýr, verđiđ niđurlćgđ og smáđ af viđurstyggilegri fólsku. En um ţađ segir skáldiđ Ţórarinn í sama ljóđabálk:

Nemur löndin Andrés önd,
argvítugur steggur.
Dauđa hönd á dal og strönd
disneyvélin leggur.

Í dag er tilefni til ađ leita ţess hymmnasjóla, sem skapađ hefir haf og land og stjörnurnar á festingunni, og biđja hann auđmjúklega ađ forđa ţví, ađ barnunginn Jöđu og Tanna, sem samkvćmt ţeirra sjálfra orđum er undir kominn fyrir slysni, verđi heiminum jafn ţungur í skauti og ţokkapilturinn Walt Disney, eđa jafnvel Walt endurborinn. Vestur í Amríku er skjátan af Walt búin ađ liggja djúpfryst í rúma hálfa öld, en samkvćmt bođi Walt á ađ ţíđa hann upp og endurlífga ţegar lćkningu hefir fundist viđ krabbameini. Í ljóđmćlum Ţórarins er fjallađ um andlát Walt á eftirfarandi hátt:

Aldrei fékk hann augum ţeim
einnig skođađ Disneyheim.
Kall hann heyrđi, klukka sló,
krabba fékk í lunga, dó.

Og áfram:

Rýna í gögn og rjúfa ţögn,
rćđa og pískra um náinn.
Vex af ögn upp alkunn sögn:
Ađ hann sé ei dáinn.

Ţađ um listakynjakvist
kveđa í máli stystu,
ađ hann gisti, eigi vist,
oní frystikistu,

uni í dái ísi hjá,
eins og björn í híđi,
stari ljáinn ögrand´á,
eftir ţví hann bíđi

í kaldri ró ađ krabbahró
kempur Eirar lćkni,
en einkum ţó ađ eflist nóg
affrystingartćkni.   


mbl.is Ţriđja barniđ var algjört slys
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband