Leita í fréttum mbl.is

Auðséð að unginn er aðeins æðarfugl til hálfs og skal því til rannsóknar

elgfróðiÍ sporum bænda í Árnesi væri upplagt að taka lífsýni úr hvíta unganum og senda vísindamönnum til skoðunar. Það er auðséð, að ungaskömmin er ekki æðarfugl nema í aðra ættina og liggur þá beint við, að æðarkollan, móðir þess hvíta, hefir haft óleyfileg mök við aðra dýrategund. Helst kemur upp í hugann, að faðirinn sé hvítmávur eða bjartmávur, en hann gæti líka sem best verið hvítur fressköttur eða hvítt hundsspott. Fresskettir eru lævísir og óútreiknanlegir, ekki síst þeir hvítu, og vísir til að nauðga æðikollum.

Þá er rétt að minnast elgfróðans, sem átti heima upp til dala í Húnavatnssýslu. Hann var sonur bóndasonar í dalnum og fjórtán vetra merrhryssu. Elgfróðinn var hestur frá hálsi og aftur úr en maður frá hrosshálinum og upp úr. Þetta kvikindi talaði mannamál eins og innfæddur, auk þess sem það talaði tungum þegar því þótti það henta. Eins og títt er um elgfróða, eða finngálkn af þessu tagi, var hann slóttugur mjök, vínhneigður og kynvilltur og vóru því allir hræddir við kauða, ekki síst þegar hann hafði í staupinu.

Nú, aunginn vissi hvað við þetta ætti að gera, hvort elgfróðinn ætti að gista hjá fólkinu í baðstofunni á bænum, eða hírast í hesthúsinu með hrossunum og þarfanautinu. Ef hann fékk að vera í baðstofunni var ekki svefnfriður fyrir hrossalátum elgfróðans; hann virtist sólginn í komast upp í bæli til húsfreyju og var hræðilegt fyrir annað fólk að verða vitni að því. Fór svo að lokum, að elgfróðinn kramdi húsfreyju til bana, fyrir vangá, eina nóttina. Eftir það var skepnunni vísað í hesthúsið til gistingar. Hvernig ævi elgfróðans fór fram að öðru leyti er mönnum að mestu hulið. Þó virðist sem þarfanautið hafi slitið af sér hlekkina eina nóttina og stangað veslings elgfróðann til dauðs. En í kirkjubókum stendur, að bóndinn á bænum hafi ,,saltað elgfróða sinn í tunnu eftir dauða hans". Ennfremur er skilmerkilega skráð í kirkjubókina, að það sem af gekk, eftir að bóndi hafði saltað í fulla tunnu, hafði verið jarðað rétt utan við kirkjugarðsvegginn, án yfirsöngs. 


mbl.is Hvíta-Sunna kom í heiminn á hvítasunnudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband