Leita í fréttum mbl.is

Royalismus á Íslandi og óhugnanlegur draumur hins merka valdsmanns

kol28.jpgAuðvita er það alvarlegt aðvörunarmerki fyrir Guðna garminn og aðra íslenska royalista, að frambjóðandi eins og Gúndalingur skuli vera með næstum tíu prósenta fylgi, miðað við fyrstu tölur. Í huga talsvert margra Íslendinga virðist forsetaembættið á Íslandi, til heimilis að Bessastöðum, vera ígildi einhverskonar konungstignar og þar með royalískt í allri sinni andlegu fátækt. Í stað þess að halda fáránlegar forsetakosningar í dag hefði íslenska þjóðin átt að leiða Guðna út í bíl og aka honum burt frá Bessastöðum í hinsta sinn.

Síðastliðna nótt dreymdi Kolbeini Kolbeinssyni eintóman hænsnaskít og um það bil klukkan sex í morgun var hann farinn að gala eins og hani upp úr svefni. Frú Ingveldi, hinni hugumstóru eiginkonu Kolbeins, geðjaðist illa að svefnlátum Kolbeins og sparkaði honum fram úr og tróð honum með valdi undir rúm. Nú, Kolbeinn barðist á móti í ofsafenginni skelfingu, því hann taldi víst að nú ætti að myrða hann. Í látunum spriklaði hann og sparn við fótum þar til hann, fyrir slysni, slæmdi fæti framan í frú Ingveldi, og þá tók nú fyrst í hnjúkana.

Frú Ingveldur trylltist um leið og skítug löppin á karlhelvítinu rakst í kinn hennar og nef, með þeim afleiðingum að blóð tók að frussast. Enda hafði frú Ingveldur aungvar vöbblur á og reif í fót Kolbeins, hvar hann stóð út undan rúminu, og snöri hann úr knjáliðnum og sparkaði síðan eiginmanni sínum berum út á stétt. Kolbeinn grét og barmaði sér og bað konu sína um að rétt sér föt út um gluggann, svo hann gæti farið á kjörstað til að kjósa Gúnda. Og þannig vildi það til að Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri og Framsóknarmaður dróst nakinn á kjörfund, því frú Ingveldur svaraði bænarorðum eiginmanns sín einungis með grimmilegum hótunum. Þarna kom draumur Kolbeins um hænsnaskítinn berlega fram um leið og hann vaknaði, því hænsnaskíturinn í draumnum merkti auðvitað að Kolbeinn færi slasaður og allsber eftir árás á kjörstað til að greiða vini sínum atkvæði sitt.  


mbl.is Hlakkar til næstu fjögurra ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband