Leita í fréttum mbl.is

Ekki ósvipað reynslu séra Atgeirs p. Fjallabakssen

marry4Þetta ófyrirgefanlega axarskaft Hreims saungvara er ekki ósvipað reynslu séra Atgeirs p. Fjallabakssen af giftingum. Nema hvað séra Atgeir lét sér ekki nægja að mæta á vitlausan stað til að vígja saman brúhjón heldur gerði hann sér hægt um vik og gaf saman konu og karl í heilagt hjónaband, en hvorugt þeirra hafði haft í hyggju stofna til hjúskapar þennan dag né aðra daga og auk þess var annað hjónaefnanna velgift fyrir.

Séra Atgeir hafði sem sé bankað upp á í húsi vestur í bæ, en hafði verið pantaður til hjónavígslu í austurbænum. Í umræddu vesturbæjarhúsi stóð yfir gleðskapur, þar var margt um manninn og allir vel við skál. Séra Atgeiri var þegar í stað boðið inn og sett fyrir hann glas. Það þurfti ekki að hvetja þennan annálaða værðarklerk til drykkjunnar, því hann var þéttkenndur er hann kom og nú sveif enn betur á hann.

Þegar Atgeir p. Fjallabakssen hafði drukkið um stund spurðist hann loks fyrir um veðandi brúðhjón og þar eð veislugestir héldu að hér væri um leik að ræða gáfu sig fram karl og kona, bæði áberandi draugfull, sem séra Atgeir gaf um leið saman. Síðan fór hann leiðar sinnar. Um kveldið færði hann giftinguna til kirkjubókar og sendi tilkynningu um hana til viðeigandi stofnanna en hjúunum í austurbænum, sem enn lifðu í synd, sendi hann rukkun í heimabanka fyrir vígsluna. Fyrir þetta prestsverk var séra Atgeir kærður og bysskubb hótaði honum embættismissi. Karlinn sem séra Atgeir hafði gift var giftur fyrir og hann var sóttur til saka fyrir tvíkvæni og var settur inn fyrir tiltækið eins og hvur annar óbetranlegur hórkarl. 


mbl.is Gott gigg, bara í röngu brúðkaupi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband