Leita í fréttum mbl.is

Íslensk þungarokksveit á barmi heimsfrægðar syngur á Tjarnarbakkanum á morgun

gitar2.jpgSatt að segja eru það dásamlega góðar fréttir að þungarokksveitin Saggastútur hafi látið verða af því að gefa út hásumarsmellinni ,,Tíu dropa af sól" sem tvímælalaust er mesta þrekvirki sveitarinnar til þessa. ,,Tíu dropar af sól" sver sig sannarlega í ætt dauðarokks, enda er Sathan sjálfur tilgreindur einn höfunda. Það er mikill kostur við þetta mikla verk að ekki eitt einasta orð textans er skiljanlegt úr munni söngvaranna og yfirleitt er söngur lítt greinanlegur í laginu öllu en urg surg og þurrar gráthryglur nokkuð greinilegar á stöku stað.

Ekki vitum vér hvurnig íslandsmetum í ,,bonngói" er háttað, en eigi það að vera veðurfarslýsing þá er hún venjulegu fólki óskiljanleg með öllu. Vér könnumst við bongótrommur þrátt fyrir að bera takmarkað skynbragð á þessháttar hljóðfæri; en að ,,bonngó" eigi skylt við veðurfræði þekkjum vér ekki, - sem betur fer.

Nú, þunga- og dauðarokkssaungsveitin Saggastútur verður bráðlega send út í heim af ríkisstjórninni til að öðlast heimsfrægð og bera hróður Íslands út yfir höfin. Meðal annars er henni ætlað að trylla lýðinn í Buenos Aries, Kaíró, Melbourne, Kalkútta og Montreal og rífa hann upp úr drunga og djöfli kóvíð nítján vitleysunnar. En áður en Saggastútur siglir á við heimsfrægðarinnar mun hann syngja og leika fyrir ríkisstjórnina við valin tækifæri, til dæmis á Þingvöllum í dag og á Tjarnarbakkanum í Reykjavík á morgun þegar Katín Jackó minnist þess að þrjú ár eru þá liðin síðan Brynjar Vondalykt kukkaði í Tjörnina fyrir neðan ,,Ráðherrabústaðinn" við Tjarnargötu.


mbl.is Baggalútur með nýjan hásumarssmell
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband