Leita í fréttum mbl.is

Er skilningur á aukast á, að því verri dugi heimskra manna ráð sem þau koma fleiri saman?

fool3O-ho-ho-ho-ho ... þetta líkar mér. Nú hafa sóttvarnaryfirvöld loks náð að skilja örlítið af  boðskap Ólafs pá í Laxdælu, þess efnis, að því verr dugi heimskra manna ráð sem þau komi fleiri saman. Og í ljósi og krafti nýfengins skilnings dröttuðust yfirvöld til að banna fleirum en tíu manns að safnast saman, en með semingi þó. 

En ,,blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar og þríeykisins" var stórkostlegt númer, sem hefði átt skilið að vera leikinn í Þjóðleikhúsinum fremur en í Hörpunni. Fyrir það fyrsta var uppstillingin frábær: Í framlínunni stóðu þrjár ráðherrafraukur, hver við sitt ræðupúlt, og mösuðu hver á eftir annarri. En í skugganum að baki þeim húktu landlæknir, sóttvarnarlæknir og Víðir eins og ill gjörðir niðursetningar. Að sjálfsögðu veit aunginn gjörla, hversvegna í fjandanum fjórir ráðherrar frá þremur stjórnmálaklíkum, sem flestir höfðu ákaflega lítið til málanna að leggja annað en almennt og tilgangslaust þvaður, voru að þvælast þarna. Fundurinn hefði orðið mun skilmerkilegri og gáfulegri ef heilbrigðisráðherra og þríeykið, Þórólfur, Alma og Víðir, hefðu verið þarna ein og talað fyrir fyrirhuguðum sóttvarnaraðgerðum.

En, sem sé, sóttvarnaráætlun yfirvalda var gjörð að heldur fáfengilegum og heimskulegum fundi kvenna í ríkisstjórnarflokkunum. Hvað hafði til dæmis Áslaug Arna til málanna að leggja? Svar: Ekkert. Eða Alfredósína og Katrín? Svar: Að sjálfsögðu ekki neitt. Eini tilgangurinn með sýningu ríkisstjórnarinnar í Hörpu í dag var sýndarmennskan sjálf, því ekki var hægt að unna heilbrigðisráðherra einum að kynna aðgerðir sóttvarnaryfirvalda; Framsókn, forsætisráðherra og Erkiíhaldið urðu að vera með til að tryggja jafnræði í sýndarmennskunni og áróðri ríkisstjórnarflokkanna. Úr því ríkisstjórnarflokkarnir áttu allir fulltrúa í leikritinu var þá ekki eðlilegt að stjórnarandstöðuflokkarnir hefðu átt sína fulltrúa á pallinum svo þjóðin gæti dáðst að þeim líka? Stjórnarandstöðuþingmennirnir eru víst þingmenn líka og kosnir af kjósendum á kjörskrá. En nei, fundurinn í Hörpu var sýning ríkisstjórnarinnar, hvar heimskra manna ráð ráðast ekki af því hvort fleiri eða færri koma saman.   


mbl.is Aðgerðir hertar – tíu mega koma saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband