Leita í fréttum mbl.is

Orkt í svefni

kol43.jpgÁ meðan þeir fyrir norðan land bíða snjóflóðanna á Tröllaskaga ætla ég að gjöra þeim biðina ljúfari og léttari með sannri frásögn úr raunheimi í bland við ókennilega viðburði úr draumheimi. 

En sem sé: Í nótt er leið fór mig að dreyma að ég væri að yrkja á ensku um konu sem ég þekki ekki minnstu deili á:

One woman is very ill,
everyone laughs at it.
Before, she ran like a cow
to strengthen the fight for women's rights.

Og um leið og síðasta vísuorðið skrapp frá mér á engilsaxnesku orkti ég sama ljóðmælið viðstöðulaust á dönsku:

En kvinde er meget syg,
alle griner af det.
Før løb hun som en ko
at styrke kampen for kvinders rettigheder.

Eftir þetta vaknaði ég með óbragð í munninum og fór fram á toilet og burstaði í mér tönnurnar, - en því miður án árangurs. En rétt upp úr hádegi leið ég fyrirvaralaust útaf í fastasvefn og veit hvorki lönd né strönd af fyrr en ég er aftur tekinn til við að yrkja á útlensku:

The poor man with the gag,
he got quite upset;
it was not enough for the old woman to stun him in the hall,
but he was also wet with urine when he crawled back to himself.

Er ég vaknaði aftur upp úr svefnrotinu skráði ég kveðlinginn strax niður. Ekki lét ég þar við sitja og snaraði draumljóðinu yfrá danska tungu, eða eitthvað sem ég held að sé danska. Þess ber að geta að ég var afskaplega eftir mig að verki loknu, enda gjörist ekki hversdags að stunda listsköpun bæði nótt og dag í svefni. En svona hljóða þessi gullkorn á dönsku:

Den stakkels mand med kønssygdommen,
han blev ganske ked af det, da han kom hjem om morgenen;
det var ikke nok, at den gamle kvinde stak ham med et pistolhåndtag på køkkengulvet,
og da han kravlede tilbage til sig selv, blev denne rykk også gennemblødt i urinen.


mbl.is Vara við snjóflóðahættu á Tröllaskaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband