Leita í fréttum mbl.is

Freyjólfur kaffibollaberi út úr myndinni

kaffi1Hann hefir áhuga á að taka við landsliðinu. Auðvitað hefir pjakkurinn áhuga. En því miður er sá áhugi ekki gagnkvæmur. Aldeilis ekki. Þeir hjá KSÍ vilja alvöruþjálfara en ekki drengstaula á fermingabuxunum; formaðurinn segir, að hugsanlega geti Freysarinn fengið jobb við að þvo búninga og sokkaplögg landsliðsmanna eftir leiki, þurrka þá og strauja. Meira fær hann heldur ekki. Alls ekki. Þeir vilja alltso ekki vikadreng, sem starfaði það fyrir KSÍ að færa landsliðsþjálfaranum kaffi og tóbakslús á æfingum, eða fá Eiríki Hamri koppinn þegar honum þóknaðist að pissa.

En svona er lífið, tóm vonbrigði, vesöld og óréttlæti, á því hefir Freyjarinn fengið að kenna á svo um munar. Jú, hann fékk að þjálfa telpurnar dulítið á sínum tíma og fékk að launum háðsglósur og hlátrasköll. Stelpurnar voru allaf að grínast að honum, ekki síst þegar heyrði ekki til. Svo stömpuðu telpurnar honum og hann starf hjá KSÍ sem kaffibollaberi og hélt þeirri vinnu þar til hann missti í þriðja sinn úr bollanum.

En hvað mun KSÍ að gjöra? Það er engan veginn víst þeir gjöri nokkuð. Hvurn fjandann sjálfan eiga þeir að gera með það að ráða þjálfara í þessu árferði þegar drepsóttin stendur sem hæst og mannfallið er í slíkum veldisvexti að við liggur að heilu þjóðirnar þurrkist út. Þá væri betur viðeigandi að KSÍ mundi ráða sér útfararstjóra til að syngja sálumessu yfir þessu ekkisinns KSÍ og sökkva að svo búnu hræinu í jörð. Af þessu öllu má leiða getu að því, að útilokað er að Freyjólfur kaffiberi verði landsliðsþjálfari á næstunni.  


mbl.is Hefur áhuga á að taka við landsliðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband