Leita í fréttum mbl.is

Eru Akureyringar virkilega farnir ađ veiđa sér fálka í jólamatinn?

pútaSvo Akureyringarnir eru ţá aftur farnir ađ leggjast á fálkastofninn. Ţađ er sérkennilegur matarsmekkur. Vitađ er ađ rjúpan er uppáhaldsmálsverđur fálkans og til er ţađ mannfólk á Íslandi sem leggur sér rjúpukjöt til munns. Getur veriđ, miđađ viđ ţá rjúpnaţurrđ á fjöllum, sem sagt er ađ sé algerđ, ekki síst á Norđurlandi, ađ örvćntingarfullur Akureyringur hafi gripiđ til ţess óyndisúrrćđis ađ jaga sér fálka til ađ hafa í jólamatinn á ađfangadagskvöld? Í ljósi ţess ađ fálkinn lifir á rjúpum ţá hefir Akureyringnum ef til vill flogiđ í hug ađ gott rjúpnabragđ sé af fálkakjöti. Ugglaust er ţađ skýringin.

Hinum grunnhyggna veiđimanni í höfuđstađ Norđurlands hefir líklega ţókt liggja best viđ ađ flćma fálkana ađ andapollinum og taka ţá ţar af lífi. Nú veit aunginn hvađ mađurinn hefir veitt mikiđ af fálkum međ ţessari ađferđ, en varlega áćtlađ eru ţeir varla fćrri en fimmtán til tuttugu, ţannig ađ ţetta verđa stór kjötjól hjá fjölskyldu hans. Ţađ er ćtíđ gleđilegt ţegar menn deyja ekki ráđalausir og ná ađ sćkja ţađ er ţá vanhagar um.

En vestur á fjörđu átu ţeir einusinni hrafnakjöt á jólunum, ţví fannfergi var međ ţeim hćtti ađ ófćrt var í kaupstađ til ađ ná sér í ađföng. Á Ţolláksmessu rofađi svo til í veđri, ađ bćndur gátu litiđ kringum sig eftir bráđ til hátíđanna. Ţeir drógu ţví fram byssur sínar, riffla og tvíhleypur og einn kom međ framhlađning, sem afi hans hafđi átt á öndverđri nítjándu öld. En ţví miđur voru aungvir fuglar nćr ađrir en hrafnarnir og ţá skutu bćndurnir, reyttu og steiktu ofni á ađfangadag. Öllum í sveitinni bar saman um ađ ţetta hefđi veriđ sú alversta jólasteik sem ţeir mundu til. Og ţó ađ ketiđ af hröfnunum hafi veriđ bragđvont, seigt undir tönn og ógeđslegt, ţá hafi sósan af illfyglunum veriđ enn verri. Allir fengu niđurgang af hrafnakrásunum og ţađ var barist um kamarsetuna á bćjunum ţađ ađfangadagskvöld. Á jóladag var svo sođinn saltađur steinbítur og saltkeila og drukkiđ međ ţví forláta landabrugg; og enn fékk fólkiđ í magann, svćsnar innantökur međ hörđum verkjum og óstöđvandi skitu. Ţegar aftur hlánađi og fćrt varđ til byggđa voru allir í sveitinni orđnir heilsulausir. Nćsta haust kom í ljós á manntalsţingi, ađ hreppsbúum hafđi fćkkađ um helming; helmingurinn hokrađi á einhverjum af bćjunum, en hinn helmingurinn var kominn út í garđ. 


mbl.is Annar dauđur fálki fannst á Akureyri
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband