Leita í fréttum mbl.is

Elliær framsóknarsauðurinn fór hallloka fyrir hundkvikindi

dog2_1268417.jpgFramsóknarmaðurinn Bíden, ástmögur Samfylkingarinnar, er orðinn svo hrumur, að hann hefir ekki roð við hundinum sínum, sem er mesta illyrmi. Hundurinn Kampur er mesta djöfuls villudýr, hefnigjarn og harðskeyttur og ekki fyrir örvasa gamalmenni að eiga við það kvikindi. Nú er Bíden gamli mölbrotinn eftir Kamp og mun þurfa að skjögra um með aðstoð göngugrindar þegar hann tekur við við forsetaembættinu eftir áramót.

Um ætterni hundsins Kamps er það að segja, að hann er undan úlfi í móðurætt en fjallaljóni í föðurætt, svo ekki er að furða þótt gerpið sé grimmt, ljótt og hættulegt. Bíden, verðandi bandaríkjaforseti, er aftur á móti elliær og af þeim sökum mjög svo dómgreindarsljór að jaðrar við hreinan dómgreindarbrest. Til dæmis heldur hann, karlanginn, að Kampur sé köttur, eða öllu heldur kettlingur, og því varð hann steinhissa þegar Kampur flaug á hann, hrinti honum og braut hann. Það eina sem Bíden gat lagt til málanna var þetta: - Æi, látt´ekki sona kisikis.

Fyrir nokkrum dögum síðan, þegar frændur Bídens komu í heimsókn til hans, sagði karlinn, og stóð á því fastar en fótunum, að hann hafi átt átt í kosningaslag við lóðabeg og haft frækinn sigur, - eða svo hélt hann að minnsta kosti daginn þann. Bíden bætti síðan við að lóðabelgurinn hefði verið með semmentsgrá dragtkerlingu í eftirdragi, sem áreiðanlega væri fólsk í skapi og ekki öll þar sem hún er séð. Þetta er nú garmurinn sem Bandaríkjamenn voru látnir kjósa sér fyrir forseta. Hvað Bíden tekst að dansa lengi á grafarbakkanum, elliær og örvasa sem hann er, er öllum hulið, nema spákonum, en margir telja þó að hann verði dottinn ofan í fyrir næstu páska og hann muni alls ekki upp rísa eins og Frelsarinn gerði, enda er Bíden aunginn asskotans frelsari. Hann er bara eldgamall framsóknarsauður og er vist voða vinstrisinnaður í augum samfylkingamanna og annarra krataeðlisfáraðlinga. Það held ég nú.


mbl.is Slasaðist er hann lék við hundinn sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband