Leita í fréttum mbl.is

Svik meirihlutans eru þeirrar gerðar að ekki verður við unað lengur

x28Hvur andskotinn er nú um að vera í meirihluta borgarstjórnarinnar í Reykjavík? Hvað varð um hugmyndir og loforð meirihlutans um að breyta Reykjarvíkurtjörn í sundlaug með vatnsorgeli og líkneskju af berrassaðri hafmeyju, eða sjófrú, húkandi uppi á steini? Nei, það á auðvitað að svíkja það eins og annað. Við munum sko vel eftir því þegar Dagur og Holuhjallur vóðu út á tjarnarbakkann, örskammt frá ráðhúsnefnunni ljótu, og höfðu Líf og pírata- og viðreisnarskjóðurnar í eftirdragi og sóru við Guð Almáttugan að breyta bölvuðum tjarnardrullupollinum í stærstu og fullkomnustu sundlaug í heimi. 

En nú hefir þetta lið gengið bak orða sinna varðandi Tjörnina en þykjast þess í stað ætla að steypa upp þrjár vatnsþrær og kalla þær sundlaugar. Sem betur fer er þó ekki allur hugur úr steikarameirihlutanum í Reykjavík, því nú lofa eignirnar ,,hjólaborg á heimsmælikvarða"! Hvar ætli sú ,,hjólaborg" eigi að vera? Ekki verður hún í veðravítinu Reykjavík, svo mikið er víst. En Reykjavíkurtjörn verður ekki stærsta sundlaug í heimi á næsta ári með vatnsorgeli og berrassaðri sjófrauku, sem er við að krókna í hel alein uppi á steini. 

Nú leggjum vér til að meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur verði aflagður, hann leystur upp og meðlimir hans klénir sendir í útlegð þangað sem fullvíst er að þeir geri ekki neitt af sér. Og frá ófrýnilegum óásetjanlegum borgarstjórnarmeirihluta bregðum vér oss suður á Bessastaði, en þar situr dólgur sem gaf út heilbrigðisvottorð á umsvif frú S.Á. Andersen, sem Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu dæmdi í morgun sem algerða og svínslega óhæfu. Nú þurfum vér, held ég, að eiga orð við kurfinn á Bessastöðum og byggja honum út af hinum fornfræga stað á Álftanesi og leyfa honum að slást í för með afsettum borgarstjórnarmeirihluta, frú Andersen, Áslaugu Örnu, og afganginum af Sjálfstæðisflokknum.  


mbl.is Þrjár nýjar sundlaugar rísa og jafnmargir skólar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband