Leita í fréttum mbl.is

Ţegar taugaveiklađa konan gabbađi lögregluna

ingv25_1222523.jpgŢokkapilturinn Brynjar Vondalykt átti líka heima í Breiđholtinu ţegar gamli stórskjálftinn reiđ yfir Suđurlandi hér um áriđ. Kvöld eitt bárust undarlegir skruđningar, smellir, brestir og dynkur frá íbúđ hans svo öđrum íbúum hússins varđ ekki um sel. Taugaveiklađri konu í fráhvörfum, sem bjó í íbúđinni beint fyrir ofan Vondulyktina, hugkvćmdist ađ hafa símsamband viđ lögreglustöđina og tjá ţeim er hún talađi viđ vondan ugg sinn um ađ ekki vćri allt í röđ og reglu hjá manninum fyrir neđan sig. Sem betur fer var Hálfdán Varđstjóri í nokkuđ sćmilegu skapi ţetta kvöld ţví hann lofađi konugreyinu ađ kanna máliđ.

Skömmu síđar var Varđstjórinn, ásamt ađstođarprjónum sínum, mćttur viđ dyr Brynjars Vondulyktar. Jújú, eitt og annađ lá á gólfinu hjá kauđa, ekki vantađi ţađ. Ţegar Hálfdán spurđi Vodulyktina eftir hvurju óreiđan í íbúđinni sćtti svarađi Vondalyktin ţví til ađ jarđskjálfti hefđi riđiđ yfir húsiđ og sagđist hann hafa átt fullt í fangi međ ađ forđa meiri skemmdum, međal annars hefđi hann fengiđ skápinn í fangđi og benti međ löngutöng í áttina ađ rammgjörđum eikarskáp sem náđi hér um bil upp í loft og var ađ sögn eiganda um ţađ bil fjögurhundruđ kílógrömm ađ ţyngd međ innvolsi ţví er hann geymdi. Ađ öllu leyti var Brynjar Vondalykt samstarfsfús og stimamjúkur viđ Varđstjórann, hćldi honum međal annars fyrir ríflegt mannvit og manngćsku og háţróađ rannsóknaređli. Hálfdáni Varđstjóra ţókti ađ vonum hóliđ gott og fór ađ hugsa um konuna sem kallađ hafđi eftir ađstođ lögreglunnar.

Ţađ varđ ţví úr, ađ Hálfdán fór međ menn sína upp á nćstu hćđ og knúđi dyra hjá taugaveikluđu konunni. Ţegar aunginn vitjađi dyra bauđ Hálfdán mönnum sínum ađ brjóta dyrnar upp og ţeir köstuđu sér samstundis á hurđina, sem kastađist upp, mölbrotin, og dreifđi sér um forstofugólfiđ. Taugaveikluđu konuna fundu Hálfdán og menn hans undir rúmi, en ţar hafđi veslings konugreyiđ faliđ sig ţegar hún ađ drepiđ var á dyr. Hálfdán beygđi sig niđur viđ rúmiđ og lćsti krumlu sinni um ökkla konunnar og dró hana nauđuga undan bćlinu. Svo fór hann međ kerlu á lögreglustöđina og lokađi hana ţar inni. Hinsvegar hélt Hálfdán Varđstjóri áfram ađ trúa jarđskjálftasögu Brynjars Vondulyktar og láđist alveg ađ hafa samband viđ jarđskjálftadeild Veđurstofunnar til ađ fá upplýsingar um téđan skjálfta. Taugaveiklađa konan fékk í stađinn ađ kenna á yfirheyrslutćkni hins móđgađa Varđstjóra, en hann hélt sig viđ ađ taugaveiklađa konan hefđi af skömmum sínum gabbađ lögregluna í útkall; en ţessháttar gabb kunni Hálfdán Varđstjóri ekki ađ meta. Konan varđ ţví dćmd í sextán mánađa varđhald, óskilorđsbundiđ, fyrir ađ gabba valdstjórnina og ljúga ţví ađ nábúi hennar hefđi veriđ međ óspektir umrćtt kveld. Af konugreyinu er ţađ ađ segja, ađ hún ţoldi ekki fangavistina og deyđi södd lífdaga út uppgerđ í fangaklefanum. Af ţessu má draga ţá ályktun ađ kerlingarskrjóđnum hafi orđiđ hált á framhleypni sinni og taugaveiklun hiđ örlagaríka kvöld.


mbl.is Biđu eftir ađ fá skápinn í fangiđ (Myndskeiđ)
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband