Leita í fréttum mbl.is

Fimm undanrennur verða í fyrsta sæti á Suðurlandi

hyenaÞað er svo firrt og bilað liðið í VG að fjöldi manns þar á bæ er farið að berjast um vonlaust sæti í Suðurkjördæmi. Í þessu sæti var glanskúnstnerinn Ari Trausti síðast og náði kjöri, en kjósendur töldu að meiri töggur væri í karli en síðar kom á daginn, því sannast sagna reyndist kauði hin mesta liðleskja og undanrenna.

En þetta sundurlausa hrafl sem enn er í VG er vitlaust og veit ei hvurs biðja ber. Að fimm fullorðnar manneskjur, eða jafnvel fleiri, skuli vera í slag út af vonlausu sæti minnir á fátt annað en sögurnar af Molbúunum, sem voru á hvers manns vörum þá ég var í æsku. Og kæmi mér alveg á óvart þótt í ljós kæmi að flestir þeirra sem sækjast eftir fyrsta sæti á lista VG á Suðurlandi ættu ættir að rekja til eyjunnar Mol í Danaveldi og Bakka í Svarfaðardal. Merkilegur flokkur VG að vera orðinn sameiningarflokkur Molbúa og Bakkabræðra.

Svo má kannski segja að vegir lukkuriddara séu órannsakanlegir það sem þeir sjálfir vita aldrei hvar þeir bera niður næst. Á síðustu tveimur áratugum hafa lukkuriddarar gjörst sig mjög gildandi á Alþingi og í ríkisstjórn. Allrahanda undanrennugums, gufuhnoðrar og silkihúfur hafa fjölmennt til þings og skemmt landsmönnum með fávísum aulahætti og karakterbilun. Það væri vel við hæfi að lukkuriddararnir fimm sem ágirnast fyrsta sæti VG í Suðurkjördæmi fái öll eða vera í þessu fyrsta sæti atarna, því þetta er sem fyrr segir vonlaust sæti, því VG fær nánast ekkert fylgi í kjördæminu. Og þó svo illa og einkennilega tækist til, að VG slampaðist á að ná kjöri og þessi fimm í fyrsta sætinu færu öll á þing, þá mundi það engu máli skipta til eða frá; undanrennugutl af þessu tagi er nefnilega ekki líklegt til neinna afreka annarra en að verða öðru fólki til leiðinda.


mbl.is Almar vill leiða VG í Suður­kjör­dæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Óborganlegur að vanda!

Sigurður I B Guðmundsson, 27.2.2021 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband