Leita í fréttum mbl.is

Nú er íllt í efni og brátt munu Grindavík og Suðurnes líða mjög undir lok

prestur2Nú þegar Grindavík er að líða undir lok, og raunar allt Reykjanesið með henni, er ekki úr vegi að kasta kveðju á staðinn og þakka honum samfylgdina. Þetta gekk mestanpart þokkalega með þennan stað, sem sumir vildu meina að væri hinn versti útnári. Frægasta stund Grindavíkur var þegar Hund-Tyrkjann bar þar að landi, en sú afleita þjóð sté á þar á land til að jaga manneskjur þær er þar bjuggu og reka til skips til að færa þær dólgum í Barbaríinu. Annars hefir verið meinhægt í Grindavík, þeir drjúgir við sjósókn og á síðari árum farnir að reyna fyrir sér í knattspyrnu.

En nú er þetta að verða búið. Brátt leggst varðskip að bryggju til að sækja Grindíjánana og færa þá til Reykjavíkur, eða jafnvel til Akureyrar eða austur á Djúpavog. Innan stundar rofnar jörðin á Reykjanesi og jarðeldar hefjast, sem trúlega mun verða minnst í Íslandssögunni sem upphaf ,,móðuharðindanna" hinna síðari. Þar með verða Hvassahraunsflugvöllur og Keflavíkurflugvöllur báðir úr sögunni og útræði á Suðurnesjum legst af. Á sínum tíma, þá Skaftáreldar geisuðu, áttu Sunnlendingar að minnsta kosti einn kraftaverkaklerk innan sinna vébanda, Jón Steingrímsson, sem stöðvaði hraunelfuna af með fádæma andríki og trúarhita sínum. Í sóknum Reykjaness finnst aunginn slíkur bænamaður né höfuðklerkur í dag.

Þó býr í Grindavík heimamaður nokkur í andríkara lagi. Sá er að vísu ekki neinn erkibysskubb eða patríarki, en kraftaverkamaður samt, ef kraftaverkamenn eru til, og páfi, bókmenntapáfi, og mikill öldungur. Hann einn gæti, í nafni Tómasar Jónssonar og Heilags Anda, kveðið væntanlega jarðelda og móðuharðindi niður. Hitt er annað mál hvort umræddur öldungur hafi nokkurn áhuga á að blása til þeirrar messu er ein dugar til að afstýra aðsteðjandi náttúruvá. Væntum vér þó þess að allir Grindíjánar taki sig saman og fari skríðandi á knjánum að húsi meistarans og biðji hann grátandi að leggja þeim lið í þeirri úrslitaorrustu sem framundan er við sjálfan ErkiDjöfulinn og brennisteinselda hans undir Fagradalsfjalli.  


mbl.is Rafmagn komið á í Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband