Leita í fréttum mbl.is

Óhæfum forstjóra sópað út

rat1.jpgEftir vill er þessi embættisfærsla Kristjáns Júlíussonar sú eina af viti á starfsferli hans. Á morgun verður hinum óhæfa Sigurði sópað út úr Hafró eins og hverju öðru skaðræði og þó fyrr hefði verið.

Reyndar verður að færa Hafrannsóknastofnun undan sjávarútvegsráðuneytinu og sægreifastóðinu sem þar ræður ríkjum. Stofnunin ætti að sjálfsögðu að heyra undir menntamálaráðuneytið og vera nátengd Háskóla Íslands, með því móti gæti hún öðlast það sjálfstæði sem slíkri stofnun ber og orðið að traustri, raunverulegri vísindastofnun.

Ef Hafrannsóknastofnun færi undir menntamálaráðuneytið er mjög líklegt að svokallaðir ,,hagsmunaaðilar" mundu reyna að elta hana þangað með liðveislu síns flokks. Fyrir athæfi af því tagi ber auðvitað að girða af fullri einurð og stugga fulltrúum frekju, græðgi og yfirgangs frá stofnun sem á að vera algjörlega óháð utanaðkomandi afla svo hún geti orðið trúverðug. 


mbl.is Sigurður ekki endurráðinn forstjóri Hafró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband