Leita í fréttum mbl.is

Raunverulegir og heiðarlegir verkalýðssinnar og sósíalistar

rev8_1162252.jpgEf einhverjir eru raunverulegir og heiðarlegir sósíalistar og verkalýðssinnar á Íslandi eru það félagi Þorvaldur og félagi Vésteinn og aðrir sem hafa einhverja tengingu við Alþýðufylkinguna. Þessvegna hvet ég verkafólk og verkalýðssinna til að gera ferð sína á Ingólfstorg í dag til að sýna þeim samstöðu.

Á meðan Þorvaldur og Vésteinn boða alþýðuna til fundar við sig undir beru lofti, sitja pótintátar, sem ætla sér að gera út á verkalýð og sósíalisma, og þykir gaman að sleikja sér upp við alþýðu og verkafólk á fyrst maí, inni í stofuhita fyrir framan myndavélar og hátalara eins og mala upp einhverja meira eða minna innantómar og á köflum heimskulegar ræður um aumingja fátæka fólkið, sem það þó ekki þekkir. Þetta er hörmuleg og grátbrosleg elíta, sem sem Gonnsi Smári hefir kallað til í ,,sjónvarpsþátt" fyrir hádegi þann 1. maí 2021. Um leið er enn fínni launamannaelíta mætt til skrafs á Rás 1. Ég veit svo sem ekki hvort verkafólk er að hlusta á þessar elítur núna, en eitt er víst, að þetta settlega lið, sem leggur mikið upp úr að tala gáfumannlega að hætti háskólaspekinga, kemur aldrei til með ógna kapítalistunum og kapítalismanum með margfyrirséðu gaggi sínu, sem oft á tíðum líkist öfundargaggi keipakrakka sem heimtar meira sælgæti og meira dót.

x36Hinn 1. maí í dag, árið 2021, í skugga kóðvíðsfarsóttarinna, ætti verkafólk og öreigar að skoða í hugskot sitt og kanna hvort ekki sé tímabært að taka núverandi verkalýðshreyfingu og flokka sem þykjast vera afkomendur hennar í ærlega lúsahreinsun. Sósíalískur verkalýður verður að losa sig við öll sníkjudýr, loddara, lukkuriddara, flugumenn auðvaldsþjóðskipulagsins ef hann á að geta byggt sig upp sem alþýðuhreyfingu, allt annað er dæmt til að mistakast. Ég verð í huganum með félögum mínum, þeim Þorvaldi og Vésteini, á Ingólfstorgi á eftir.   


mbl.is Boða til fundar á Ingólfstorgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband