Leita í fréttum mbl.is

Stórkostleg manndrápstæki

íþróttReiðhjól eru stórhættuleg manndrápstæki, svo mikið er víst og hefir lengi verið vitað. Jón Íþróttamaður fékk þá flugu í höfuðið að hefja iðkan hjólreiða eftir að flest íþróttasamböndin höfðu sett hann á bannlista hjá sér fyrir ámælisverða framgöngu við æfingar og keppni. Fljótlega náði hann svo römmum tökum á reiðhjólalistinni að hann var farinn að hökta upp um fjöll á fjallahjóli sínu og þjóta í einu rykskýi eftir holóttum malarvegum líkt því sem enginn minni raftur en Sathan sjálfur væri á eftir honum í eigin ógeðfelldu persónu.

En eftir að Jón Íþróttamaður hrökk á fjallahjólinu ofan í andstyggilegt gil og eyðilagði hjólið og sjálfan sig næstum líka, hætti hann að leggja stund á íþrótt sína á fjöllum uppi. Þegar hann komst svo við illan leik á lappir aftur, eftir dágóða sjúkrahúslegu, hvarf hann undir eins á bak vegahjólinu og reið svo geyst, að allir sem til sáu fengu í iljarnar eða hreinlega krampatilfelli. Blessunarlega lauk ofstopahjólreiðum Jóns Íþróttamanns á  leiðinlegu vegriði við þjóðveg 1. þar sem reiðhjól hans lauk lífi sínu, en hann sjálfur kastaðist eins og vængbrotinn hrafn yfir riðið og hafnaði niður í fjöru. Þegar þar var komið sögu voru sjúkraflutninga- og björgunarsveitarmenn farnir að tala sín á milli um réttast væri að hætta að hirða þennan óforsjála mann upp eftir íþróttaslys heldur urða hann þar sem komið var að honum.

Ekki var það skárra þegar frú Ingveldur hóf hjólreiðar á fullorðinsaldri, eða Máría Borgargagn. Þegar frú Ingveldur hafði hjólað upp á hvern dag eins fagreiðhjólari drap hann fótgangandi mann með því bruna aftan á hann. Og hún var svo reið þegar hún stóð upp að hún sparkaði í hinn látna og bölvaði honum beisklega. Við yfirheyrsluna á lögreglustöðinni reiddist hún aftur þegar lögregluforinginn spurði hvort hún hafi ekki séð manninn áður en hún keyrði í hann og spurði þykkjuþungt til baka hvort lögregluforinginn kallaði þetta mann. Svona var nú það. En Máría Borgargagn hjólaði aftur á móti ofan í sundlaug um miðjan dag. Hún var drukkin og enn þann dag í dag veit aunginn, nema kannski hún, hvernig henni tókst komast reiðhjólandi inn á sundlaugarsvæðið með fyrrgreindum afleiðingum. En henni tókst þó að slasa konu sem svam á bakinu með lokuð augu í lauginni. Þeirri konu var svo um að best hefir þókt að hafa hana á vitfirringahælinu síðan.


mbl.is Reiðhjólamaður slasaðist við Hafravatn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Svona nokkuð kemur ekki fyrir Gísla Martein því hann kann að hjóla og þarf þess vegna ekki að nota hjálm!!

Sigurður I B Guðmundsson, 16.5.2021 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband