Leita í fréttum mbl.is

Gottfređ lćknir hefir bruggađ og selt fólki sterkt kóvíđsmeđal í faraldrinum

drSíđastliđiđ ár hefir veriđ annasamt í lífi Gottfređs lćknis Gottfređssonar, en ţví hefir hann variđ viđ ađ berjast sem ljón í móti kóvíđ nítjánda, ţví umdeilda kvefi. Í upphafi farsóttar sá Gottfređ sér leik á borđi og vefengdi kóvíđ nítjánda, sagđi ţetta vera vćga skítpest sem best vćri ađ lćkna međ ormalyfi ţá skjaldan lćkningar ţyrfti viđ. Svo fór Gottfređ ađ selja viđskiptavinum sínum litdaufan vökva í ómerktu glasi ásamt munnlegum fyrirmćlum um inntöku vökvans, en af ţeim loknum vćru ţeir úr allri hćttu á ađ fá kóvíđ nítjánda.

Ţađ hefir veriđ sagt ađ ýmsum hafi ţókt lćkningavökvi Gottfređs heldur bragđvondur, en ţví miđur hafđi enginn rćnu á ađ láta rannsaka innihald glassins. Hiđ sanna aftur á móti er ţađ, vökvinn var gjarnan samsettur úr ţvagi lćknisins sjálfs, dálitlu af ormalyfi ćtluđu sauđfé og fáeinum dropum af hoffmannsdropum til ađ fá lyfjalykt af međalinu. Stundum bar viđ ađ einhverjir sem leituđu úrlausnar hjá Gottfređi fengu ósvikiđ hreinsiefni frá efnagerđ, sem kunningi hans hafđi útvegađ honum til ađ búa til rottueitur úr. Skipti engum togum, ađ eftir inntökuna lágu neytendurnir nćr dauđa en lífi međ allt í buxunum ţar sem ţeir lyppuđust niđur, sumir í nokkra sólarhringa áđur en ađ var komiđ.

Ekki verđur ţví ađ neitađ ađ Gottfređi lćkni grćddist ákafleg fé á lyfsölu sinni viđ kóvíđi nítjánda. Nokkrir létust fljótlega eftir ađ hafa fengiđ lyf hjá honum og ţá hló Gottfređ all-dátt og heimtađi nákvćma lýsingu á dauđstríđi hins ólánssama. Gamla frú, leiđinlega og hávađasama og fram úr öllu hófi freka og vitlausa freistađist Gottfređ til ađ sprauta međ lyfinu í ómerkta glasinu. Fyrst stífnađi kérlíngarsvarkurinn öll upp og blánađi undarlega í framan og augun ćtluđu út úr hausnum á henni. Svo fór hún ađ tylla sér á tá eins og ćtlađi ađ takast á loft. Ađ lokum heyrist dulítill smellur, og höfuđiđ fauk af henni eins og tappi úr freyđivínsflösku. Um ţessa tilraun skrifađi Gottfređ langa og lćrđa ritgerđ, sem nú er geymd í hundrađ og tíu ára leyndarmálageymslu ríkisstjórnarinnar, en leifarnar af kerlíngunni fór hann međ í sorptunnuna og hefir ekki spurst til hennar síđan. Já, mikill lćknir er Gottfređ Gottfređsson lćknir. 


mbl.is Afhentur vökvi gegn veirunni í ómerktu glasi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband