Leita í fréttum mbl.is

Sýning á sjálfum sér

x27Auðvitað héldu hinar sjálfhverfu merkisfraukur ríkisstjórnarinnar opinbera sýningu á sjálfum sér í tilefni þess að öllum takmörkunum vegna kóvíðs nítjánda hefir verið aflétt. Trúlega eru þessar einkennilega sérkennilegu mannvitsbrekkur þeirrar trúar að svona sjálfssýning sé aldeilis bráðnauðsynleg í aðdraganda alþingiskosninganna sem fram eiga að fara eftir þrjá mánuði. Þetta kemur ekki á óvart: Athyglissjúkar dömur af borgarastéttinni með gelgjutendensa hafa þörf fyrir þetta.

Það hefir verið í meira lagi pínlegt að horfa upp á blaðamannafundarlæti ríkisstjórnarinnar á farsóttartímanum. Ófáir hafa fengið á tilfinningun að þar færi innantómt og hálfvitlaust fólk og ekki færri en tveir ráðherrar stjórnarinnar hafa gjörst illa sekir um stóttvarnarbrot í miðju kóvíðsfárinu. Svo kemur þetta lið fyrir alþjóð með fettum og brettum og lætur eins og það hafi bjargað landsmönnum með snarræði frá bráðum dauða. Þvílík andskotans finngálkn atarna.

Vér vonum nú enn heitar en áður, að þjóðinni auðnist kjósa þessa ríkisstjórn sýndarmennskunnar, óheiðarleikans og ómennskunnar af höndum sér í haust og kveði þar með þann draug niður sem þessi rumpulýður hefir haldið úti í fjögur ár. Því miður er ekki um auðugan garð að gresja í stjórnarandstöðunni og væri rétt af þjóðinni að kjósa hana líka burt úr mannheimum. 


mbl.is Öllum takmörkunum aflétt innanlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband