Leita í fréttum mbl.is

Saurskriðan mikla varð fólki að bana og olli miklu tjóni á eignum

haugur2Þær eru hættulegar þessar saurskriður, það er gömul saga og ný. Meðan Ólafur heitinn bóndi var og hét bar hann saurinn og skepnum sínum og heimilisfólki upp á allstóran stall frammi á barði hér um bil uppi í hlíð fyrir ofan bæ nágrannans. Upphaflega hafði Ólafur í hyggju að geyma kúkinn þarna um stundarsakir, en dreifa honum síðan á tún þegar tækifæri gæfist til.

Því miður var eins og þetta tækifæri til dreifingar kæmi aldrei og Ólafur bóndi hélt áfram að aka saurnum frá heimilisfólki og skepnum á hauginn uppi á barðinu. Að fimmtán árum liðnum var skítahrúgan orðin ægilega stór, eiginlega risavaxinn og var farinn að gnæfa yfir sveitina. Og hún hélt áfram að vaxa, því grasbítar Ólafs bónda héldu áfram að skíta allt hvað af tók og það gjörði heimilisfólkið líka.   

Svo var það eitt vorið, í asahláku, að stallurinn undir haugnum brast og öll ósköpin gossuðu niður brekkuna og kaffærðu fjós, hlöðu og íbúðarhús nágrannans á næsta bæ. Það var mikið tjón; allar kýrnar og kálfarnir fórust, heyið í hlöðunni eyðilagðist, og bóndinn, húsfreyjan og smalahundurinn Grani drukknuðu öll í saurskriðunni. Enginn þorði að krefja Ólaf bónda um skaðabætur, né láta hann standa á einhvern hátt ábyrgð á hruni haugsins, því hann var svo viðskotaillur og mundaði skotvopn sín að öllum vildu hafa tal af honum varðandi hið óhugnanlega slys. Það var ekki fyrr en hinn frægi hundur Ólafs bónda, Snati, hrinti honum við tækifæri með trýninu fyrir björg að réttlætið náði fram að ganga. 


mbl.is Fólk í áfalli hýst á hóteli eftir aurskriðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband