Leita í fréttum mbl.is

Fríða litla lipurtá er enn á lífi og er vel ern og dansar marsúrka á Hrafnistu

Fríða litla lipurtá,
lekur í burtu, rauð og brún og grá.
Hún dansaði við feita Djöfulinn,
og dúndraði skoti á afa sinn.
Fríða dansa aldrei má,
hún er svo rangeyg,
reið og fúl og blá.
En hún dansar og dansar eins og naut.
Daníel kurfur á eftir henni
afmorsörvum skaut.
En Fríða er fólsk og stirð lund,
hún fláði stegginn upp við veggin
eins og dauðan hund.

dans2Svona orktu skáldin á Íslandi fyrir miðja síðustu öld. Svo komu Haukur Morthens og Raggi Bjarna og klömbruðu lagi ofan á skáldskapinn og sungu fyrir ungdóminn, þá miðaldra og þau gömlu skör sem ekki voru öll sem þau voru séð. Í þá daga var ekkert kynslóðabil, ekkert unglingavandamál og allir voru vel að sér frá fimm ára aldri í leyndardómum dodosins og fræðum sem lúta að fjölgun mannkynsins. Í dag veit enginn neitt í sinn haus. Þeir yngri halda að gamlingjarnir séu einhver önnur dýrategund en unga fólkið og hafa ofan í kaupið ekki hugmynd um hvernig mannlig tímgun fer fram og því má búast við að hin fræga skepna hómó sapíens verði útdauð áður en varir.

En Fríða, sem fyrrum var kölluð ,,lipurtá", er enn á lífi, að vísu afgömul og rám eftir að hafa reykt Camel í sjötíu og fimm ár. En það má kérlíngarkösin eiga að hún dansar ennþá og á það til að láta illa. Á dvalarheimilinu hafa orðið róstur út af gömlu konunni, karlar slegist um hana, því Fríða kann enn að kveikja upp náttúruna í útafdauðum karlahjössum. Hún kom eitt sinn fram úr herberginu sínu á Hrafnistu, kviknakin, og valhoppaði marsúrka um gangana og gömlu gripirnir tóku strax við sér eins og þeim hefði verið gefinn allt og stór skammtur af víagra í æð. Það kveld var mikið fjör og ein kerlingin varð meira að segja ólétt um nóttina eftir Begga Munkaskalla þó hún væri hátt komin á níræðisaldur. 


mbl.is Fórnirnar alveg þess virði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband