Leita í fréttum mbl.is

Nú skuluð þér öll segja af ykkur áður sól hnígur að við í kvöld, annars ...

gildraÆtli sé ekki bara nóg komið af ekkisosialistunum Gunnarismára og hálfvitlausu lukkuriddarahjörðinni hans? Jú, ég held það. Það er nákvæmlega engin þörf á að svona lið stundi það að koma óorði á sósíalisma með hundakúnstum sínum. Ef Sósíalistaflokkur Íslands áfram að vera til og starfa, verður framkvæmdastjórn flokksins að segja strax af sér, íslenskir sósíalistar eiga ekkert vantalað meir við það fólk, og aðrar stjórnir sem skipaðar hafa verið í flokknum ættu auðvitað að gera slíkt hið sama. Að svolítill hópur lukkuriddara, sem allt í einu þykjast vera orðnir sósíalistar og krýna sig með sósíalistanafnbót, er ekki ásættanlegt fyrir þá sem þó eru sósíalistar af hugsjón og upplagi. Ekki vantaði að þetta slekti upphæfi sig með háværu verkalýðstali, en því miður fjaraði sá söngur út og var því með öllu gleymdur þeagar komið var að kosningabaráttuni.

Ég var frá upphafi gagnrýninn á þennan sósíalistaflokk Gunnarssmára og félaga og einkennilega tilurð hans, og taldi mig sjá margt í þeirri hrákasmíði sem ekki kæmi heim og saman við róttækan, alþýðlegan sósíalisma. Og ekki batnaði það þegar ljóst varð að þetta fólk, uppfullt af sjálfbirgingshætti, hroka og loddaraskap, þoldi enga gagnrýni og barði allar slíkar raddir frá sér af þeim ömurlega skítaskap, sem einungis hæfir heimskum mönnum, eða undirförulum legátum með óhreint í pokahorninu. Að reyna að ræða við þetta fólk um sósíalisma, flokksstarf, áherslur og baráttuaðferðir hefir verið með öllu útilokað, því það virðis haldið þeirri meinloku að það viti allt og eigi allt sem viðkemur sósíalisma og þurfi ekki ráð gamalla kommaskratta með takmarkaða menntun. En mest hefir þó framkoma talsmanna sósíalistaflokksins og viðbrögð þeirra við gegnrýni minnt mig á rúmlega hálfvitlausa andlega öreiga.

esb_1342428Ef Gunnarsmári og tapara-besservisserarnir eru svo bilaðir og útúr öllum kortum, að þeir vilji ekki hunskast til að segja af sér og hypja sig á brott, þá er lágmarkið að krefjast þess að þeir skili sósíalistanafnbótinni aftur og finni sér eitthvert annað nafn á klúbbinn sinn. Flokkur, sem ekki gat á fjórum árum komið sér upp sómasamlegri stefnu, sem hæfir sósíalistaflokki, á ekkert erindi við fólk. Að skila auðu, eða einhverri óljósri vitleysu, í hverjum málaflokknum af öðrum er bæði brjóstumkennanlegt og hlægilegt. Nú er komið að því að þið flytjið ykkur um set, til dæmis til Samfylkingarinnar eða Pírata, og látið ykkur nægja að kyssa á rassinn á nýstjórnarskrár- öfgafémínista- og ESB-þráhyggjuliðinu á þeim bæjum. 


mbl.is „Hvorki upphaf né endir flokksins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Mér varð nú hugsað til byltingarinnar í Rússlandi. Hún gekk upp því voru búnir að vinna heimavinuna og voru tilbúnir með skriflegt skipulag um hvernig ný þjóðflélagsskipun ætti að vera.
En Gunnar Smári virist bara vera með slagorð og sum nánast beint úr "Mad Max Beyond Thunderdome"  en við þurfum bara ekki enn eina EGOhetju að halda í íslenska pólitík

Grímur Kjartansson, 26.9.2021 kl. 17:22

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já, frændi. Þetta með sosialistaflokkinn er eins sorgarsaga frá upphafi.

Jóhannes Ragnarsson, 26.9.2021 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband