Leita í fréttum mbl.is

Framtíðarsýn á degi íslenskrar tungu

fleng.jpgAungvum kemur á óvart þókt bóklestur á Íslandi dragist saman. Í fyrsta lagi eru nýjar bækur nú til dags svo þrungnar andleysi og sjálfhverfu, að hver einasti lesandi með bein í nefinu hrökkur frá eftir að hafa þrælast í gengum fyrstu tíu til tuttugu blaðsíðurnar, stundum færri. Enda eru þetta afspyrnu leiðinlegar kerlingarbækur, samdar af andlegum öreigum fyrir andlegar eyðimerkur. Á degi íslenskrar tungu lætur þessu liði betur að slá um sig með amrískum frösum og lágmenningarorðbragði, sem það skilur ekki einusinni sjálft, í stað þess að draga upp um sig útskitnar brækurnar og læra kjarnyrta íslensku, sem þó er til á eldri bókum og í munni bragðvísra öldunga.

Eftir svo sem eins og fimmtíu ár verður íslenska ugglaust aflögð á Íslandi en einhverskonar úrkynjuð djöflaenska komin í staðinn. Þá verður gaman að lifa. Að sjálfsögðu verður búið að selja landið sjálft með gögnum og gæðum í höndur erlendra arðræningja og þjófa, heimsvaldasinnaðra kapítalista með stál og steypu í stað heila og ágirnd í stað hjarta. Morgunblaðið mun þá enn blífa, en hinir Morgunblaðslærðu hafa þann starfa að vera umboðsmenn eða kommissarar eigenda sinna og sveifla erlendum svipum yfir sljóum kroppum vinnudýranna.

Gegn þessari yfirvofandi framtíðarsýn eru aungin ráð, hvorki pólitísk né menningarleg. Brátt verður styttunum af Einari Benediktssyni og Jónasi Hallgrímssyni kastað eins og sorpi út í Reykjavíkurtjörn, en styttunni af auðvaldssperrileggnum Ólafi Thors, sem stendur framan við ráðherrabúastaðinn við Tjarnargötu, verður lyft upp á tvöhundruð metra háa strýtu úr járni og marmara til að undirstrika alræði auðvaldsins, NATO og USA. Á meðan halda sjálfhverfar kerlingar í hippagervi og með þykka ullartrefla margvafða um hálsinn og Hallgrímur Helgason áfram að gefa út sjálfhverfur sínar í bókarformi, engum til gagns en öllum öðrum til fölskvalausra leiðinda. 

 


mbl.is Landsmenn lesa minna en áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband