Leita í fréttum mbl.is

Áfram Sólveig Anna, þetta stríð skulum við vinna,- með fáheyrðum yfirburðum

byltingLoksins kemur þó ein góð frétt innan um alla neikvæðnina og subbuskapinn sem fréttamiðlarnir bjóða yfirleitt upp á. Hún Sólveig okkar Anna ætlar sem sé að láta slag standa og býðst til, þar sem frá var horfið, að berjast í fylkingarbrjósti fyrir reykvískan verkalýð. Hún sá eflaust fljótt, hver mistök það voru hjá henni að segja af sér formennsku síðastliðið haust og ganga á dyr með hurðaskellum sem glumdu við um land allt.

Eflaust fagnar allt verkafólk í Eflingu ákvörðun Sólveigar og hún mun, ef að líkum lætur, vinna stórsigur í stjórnarkosningunni sem fram fer 15. febrúar næstkomandi. Já, stórsigur verður það, því ekki er beint trúlegt að Eflingarfólk vilji endurvekja dauðamókið frá Bessasonartímabilinu. Það er því mikið tilhlökkunarefni að sjá Sólveigu Önnu taka aftur við stjórnartaumunum og hjóla endurnærða til sálar og líkama í auðvalds- og arðræningjastóðið og taka á því eins og nauðsyn krefur. Það má svo sem vel vera að kontóristasöfnuðurinn á skrifstofu Eflingar sé nú þegar farinn að þylja bænirnar sínar og biðja Mammón, atvinnurekendur og Sjálfstæðisflokkinn að bjarga sér. En skrifstofulýðurinn er ekki Efling, hann deilir ekki einusinni kjörum með verkafólkinu í félaginu og þar gerir Sólveig sér fullkomlega grein fyrir, og hún fer ekki héðan af að eyða tíma sínum og kröftum í aukaatriði eins og stærilátar og grimmar skrifstofublækur.

Nú, það kemur hvergi fram svo ég viti í framboðstilkynningu Sólveigar Önnu, að hún hafi Viðar Þorsteinsson ,,framkvæmdasjór" lengur með í farteskinu og er það góðs viti; fátækt og vinnulúið verkafólk þarf ekkert á þessháttar Raspútín að halda við stjórnun félagsins. Þannig að þegar á allt er litið, er ekkert fyrir Sólveigu Önnu og reykvíska alþýðu en að bretta upp ermarnar og hefja árangursríka kosningabaráttu stefna á ekki minni stórsigur en síðast þegar Sólveig var kosin formaður Eflingar með fáheyrðum yfirburðum.  


mbl.is Sólveig Anna býður sig fram til formanns Eflingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband