Leita í fréttum mbl.is

Þennan ræningja eru þeir þegar búnir að embætta, þekki ég þá rétt

refsingÞeir hljóta að vera búnir að embætta ræningjann og leyfa hönum að dingla í snörunni. Soleiðis gerðu þeir við snærisþjófa áður fyrr. Nei, kæru vinir, þeir voru ekkert að tvítóla við hlutina, gömlu mennirnir, og vissu hvað þeir sungu. Varðborg húsfreyja að Syðra-Tindfelli lét ekki dragast að hengja kattarafmánina, sem hafði stolið fiskstykki úr búrinu hjá henni og étið það bak við blómurstunnuna. Þær voru þekktar gömlu konurnar, ekki síður en menn þeirra, að fresta því ekki sem átti hvort eð er að koma fram. Svona var reglan á öllum hlutum í þá daga.

Það er af Varðborgu húsfreyju enn fremur að segja, en hún var uppi um miðja nítjándu öld, og samkvæmt áreiðanlegum ættrakningum og skrásetningum á tabula þá er hún formóðir ekki minni nútímakvenna en frú Ingveldar og Ingupu. Varðborg átti skjóttan hest sem hún kallaði Rauðagradda og var einhver viljugast gæðingur sem vitað er um hér á landi. Þegar Varðborg húsfreyja var komin á efri ár og vó hundrað og áttatíu kíló, reið hún Rauðagradda í einum rykmekki upp um fjöll og firnindi og smalaði fé og hrossum með leifturhraða þess er valdið hefir. En þegar hún stóð á níræðu, felldi hún Rauðagradda, sem var kominn vel undir fimmtugt og reykti af honum allt kjötið og var það étið á Syðra-Tindfelli frá jólum og til páska. En úr blóðinu og vemblinum lagaði hún hrossaslátur, sem þókti einstaklega kraftmikið.

ing35_1242280.jpgAf eiginmanni Varðborgar fer fáum sögum, því hann mesta skauð. Og þegar hann andaðist tók enginn eftir því. Um afdrif Varðborgar sjálfrar er flest á huldu; þeir er gerst vissu töldu víst að hún muni hafa dáið inn í Tindfellið og hafi búið þar síðan með áum sínum; daginn sem hún andaðist sáu menn hana ganga á fellið og hverfa í þokuna sem náði niður í miðjar hlíðar. Löngu síðar, þegar gamli torfbærinn að Syðra-Tindfelli var rifinn, fannst þar beinagrind af fullorðnum inni í einum veggnum og var auðsætt að sá er beinin átti hafði verið tjóðraður vel og vandlega með snæri þegar andlát hans bar að höndum. Er fullvíst talið, að þar sé kominn í leitirnar eiginmaður Varðborgar húsfreyju, en hvernig hann komst inn í vegginn, bundinn á höndum og fótum og með ullarsokk í munninum, veit enginn. 


mbl.is Starfsmaður stal 1,7 milljónum frá Bónus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband