Leita í fréttum mbl.is

Vinstrihreyfing eða Grænt Kvenfélag?

Það verður að skoðast sem fagnaðarefni, að þingflokkur VG sé að vakna til vitundar um hverskonar ófögnuður hið margrómaða íslenska fiskveiðistjórnarkerfi er.

Þrátt fyrir að VG hafi, síðastliðin átta ár, átt í fórum sínum þokkalega stefnu um stjórn fiskveiða, hefur flokkurinn lítið sem ekkert barist fyrir þessari stefnu sinni, né gert hana að sérstöku umræðuefni innan sinna vébanda. Ég get ekki varist þeirri hugsun, að VGingar séu svo sem ekkert að ranka við sér varðandi kvótahörmungarnar, og að ferðalag þeirra vestur á firði sé einungis leikrit, sett upp af einskærri þórðargleði yfir vandræðagangi Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum.

Ég er þeirrar skoðunar að stjórnmálaflokkurinn Vinstrihreyfingin - grænt framboð, standi á tímamótum hvað framtíð flokksins varðar. VG getur ekki öllu lengur slegið á frest hvort flokkurinn eigi í framtíðinn að vera Vinstrihreyfing eða Grænt Kvenfélag sjálfumglaðra menntamanna hver sín óðul á í bómullarumhverfi háskólalóðarinnar. Það hefur nefnilega verið að koma betur og betur í ljós, að VG hefur engan veginn tekist að verða hvort tveggja í senn, vinstriflokkur og grænn flokkur. Það sjá auðvitað allir sem á annað borð vilja sjá, að slíkt ástand gengur ekki upp. Ég er að minnsta kosti að verða sannfærður um að raunverulegir vinstrimenn láti ekki bjóða sér svona vitleysu öllu lengur.   


mbl.is Flateyringar eru skítugu börnin hennar Evu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll, Jóhannes !

Þótt úti á yztu brún sé, til hægri; vel að merkja, þá þakka ég þér skorinorða grein; VG er augljóslega hreyfing stofuhitafólks, með Lenín eftirhermuna, úr Þistilfirðinum, í þessarri líka víglínu.

Með eindæmum, að vinur minn, hinn geðþekki og glöggi drengur, Ögmundur Jónasson skuli ekki vera, fyrir löngu; tekinn við stýrinu þarna. A.m.k. kosti fengi hann einhvern samhljóm, með erfiðisvinnu fólki þessa lands, fremur en menntamanna- og femínista skjallarinn, að norðan; eða hvað sýnist þér; Jóhannes ?

Með beztu Sjómannadagskveðjum, út undir Enni / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 03:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband